Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 106
STARFSNÁM í FRAMHALDSSKÓLANUM
skiptatengdar greinar eru nú á háskólastigi en voru áður (á sérskólastiginu), ætluðu
aldurshópnum 17-20 ára. Fjöldi starfstengdra kennslugreina, einkum í raungrein-
um, hefur bætzt í háskólaflóruna eftir 1970. Aldur þeirra sem hefja nám í löggiltum
iðngreinum hefur hækkað verulega og er meirihluti nýnema yfir tvítugu. Meiri
kröfur um undirstöðumenntun í faggreinum og áherzlubreyting í sjálfu náminu frá
verklagni til þekkingar á „tæknifræði" greinar ræður hér miklu.
Stúdentshúfusóknin mikla
Kannanir á viðhorfi framhaldsskólanema sjálfra til náms benda til yfirgnæfandi
áhuga á bóknámsbrautum sem leiða til stúdentsprófs. Kannanir sýna (sjá Sigríði
Bílddal 1993) að langflestir þeirra sem gætu hugsað sér verknám telja mikilvægt að
ljúka stúdentsprófi. Margir þeirra sem velja bóknámsbrautir fara síðan í iðnnám.
Jón Torfi Jónasson (1995-1997) nefnir að óvissa um framtíðina í formi breyttra við-
horfa til fasts ævilangs starfs, sem margir telja brátt heyra fortíðinni til, kalli á mun
betri undirstöðu í grunnmenntun, þannig að menn geti betur lagað sig að mörgum
ólíkum vinnuferlum í framtíðinni.
Breytt viðhorf almennings til grunnmenntunar
Viðhorf ungs fólks jafnt sem almennings í landinu er að sem flestir taki bóklegar
brautir allt til stúdentsprófs sem alhliða grunnmenntun áður en valið kemur að sér-
hæfðu starfsnámi.
UNDIRBÚNINGUR GRUNNSKÓLA
OG BREYTT HLUTVERK FRAMHALDSSKÓLANS
Skólum á grunn- og framhaldsskólastigi er ætlað býsna stórt hlutverk. Fram kemur
í lögum um grunn- og framhaldsskóla að tilgangur með skólagöngu barna og ung-
menna er mjög rúmt orðaður og því á vissan hátt loðinn, eins og kemur fram í
tilvitnun í framhaldsskólalögin hér á undan. Þótt ekki gefist hér ráðrúm til að fjalla
um hina miklu byltingu í uppeldi frá kyrralífi bændamenningar í faðmi fjölskyld-
unnar til uppeldisskorts barna í hraða þéttbýlismyndunar, tæknibyltingar og síðan
upplýsingabyltingar, verður ekki undan því vikizt að fjalla um hvernig þessi tvö
skólastig standa að vígi til þess að rækja hlutverk sitt. Þau eru mjög samtengd því
að seinna stigið byggir á þeirri þekkingu og þroska sem fyrra skólastigið hefur veitt
þiggjendum sínum.
Segja má, að meginhlutverk skólans séu tvö (Wolfgang Edelstein 1988). í fyrsta
lagi að kenna nemendum siðina, það er að gera þá hæfa til mannlegra samskipta og
umgengni við annað fólk, læra að stjórna sjálfum sér og glíma við ýmis verkefni,
andleg og líkamleg. í þessu felst einnig að taka við ýmsum siðaboðskap, hefðum og
reglum sem fyrri kynslóðir hafa mótað og þjóðfélagið ætlar skólanum að annast
flutning á til nýrrar kynslóðar. í öðru lagi er hlutverk skólans að færa nemendum
sínum tilskilda þekkingu á sem flestum sviðum eftir því sem námskrár og skóla-
málayfirvöld telja henta í samræmi við vilja samfélagsins. Skólastigin tvö eiga fullt í
fangi með að standa undir þessu tvíþætta hlutverki sínu. Fyrra hlutverkið, inn-
104