Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 14

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 14
UPPELDI O G LESTUR Börn leiðandi foreldra eru líkleg til að hafa sterka sjálfsmynd, vera atorkusöm og standa sig vel í því sem þau taka sér fyrir hendur. Þessi börn eru einnig sjálfstæð og hafa góða aðlögunarhæfni (Baumrind 1966:891, Baumrind 1993:1308). Samskipti skipandi foreldra við börn sín einkennast af því að foreldrarnir eru líklegir til að reyna að stjórna gerðum barnsins og innræta því viðhorf í samræmi við ákveðnar kröfur um hegðun. Foreldrarnir leitast við að leggja hömlur á sjálf- stæði barna sinna, reyna að innræta þeim að bera virðingu fyrir yfirvöldum, hefð- um og vinnusemi. Þeir leggja mikið upp úr hlýðni og trúa á gildi refsinga við að halda aftur af barninu þegar viðhorf og framkoma þess er ekki í samræmi við það sem þeir telja rétt. Skipandi foreldrar hvetja barnið ekki til að láta skoðanir sínar í ljós heldur álíta að barnið eigi að beygja sig undir það að foreldrarnir hafi rétt fyrir sér (Baumrind 1966:890-891). Eftirlátir foreldrar gera litlar kröfur til barna sinna og telja að barnið eigi að hafa þau not af foreldrum sem það sjálft óskar en ekki að foreldrar eigi að móta eða hafa áhrif á hegðun þess. Þeir eru líklegir til að vera hlýlegir í framkomu gagnvart barninu en láta það að mestu um að stjórna gerðum sínum. Þeir eru umburðar- lyndir gagnvart hvötum barnsins og setja hegðun þess lítil höft. Reglur eru fáar og sveigjanlegar, settar í samráði við barnið og útskýrðar fyrir því. Foreldrarnir beita ekki valdi en reyna í þess stað að beita fortölum til að fá barnið til að framfylgja þeim reglum sem eru settar (Baumrind 1966:889). Bæði eftirlátar og skipandi uppeldisaðferðir geta orðið til að draga úr nauðsyn- legri örvun sem barnið þarf að fá til að afla sér reynslu og þekkingar á ýmsum sviðum. Foreldrar sem nota þessar aðferðir gera annaðhvort engar kröfur til barns- ins eða gera kröfur sem erfitt er að mæta. Barninu er ýmist ekki veittur sá stuðning- ur og aðstoð sem það hefur þörf fyrir eða foreldrarnir grípa inn í og veita of mikla aðstoð. Jafnframt hafa þeir tilhneigingu til að annaðhvort taka ekki afstöðu ef ágreiningsmál koma upp eða bæla niður ágreining. Hætt er við að sjálfsmynd þess- ara barna verði veikari en barna þeirra foreldra sem nota leiðandi aðferðir og að þau öðlist litla trú á eigin getu og verði ósjálfstæð (Baumrind 1966:903-905). Kenningar Baumrind voru notaðar í þeim tilgangi að athuga hvaða samhengi væri milli hvatningaraðferða foreldra og lestraráhuga barnanna og á greiningin aðeins við um uppeldi sem lýtur að tómstundalestri barnanna. Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum af niðurstöðum rannsóknarinnar. Fyrst verður fjallað um lestrarvenjur innan fjölskyldnanna, um samhengi milli tóm- stundavenja og lestraráhuga barnanna, lestrarvenjur foreldra, aðgang að lesefni, lestur fyrir börn og hvernig lestur tengist daglegu heimilislífi. Því næst verður fjallað um samhengið milli lestraráhuga barnanna og þeirra aðferða sem foreldrar nota til að hvetja þau til lestrar. Loks verða helstu niðurstöður dregnar saman. LESTRARVENJURINNAN FJÖLSKYLDNANNA Af börnunum tólf töldust fimm þeirra hafa áhuga á lestri, þrjár stúlkur og tveir drengir. Sjö bamanna töldust hafa lítinn áhuga á lestri, þrjár stúlkur og fjórir drengir. Nokkur munur reyndist vera á því hversu mikill áhugi var á lestri hjá fjölskyld- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.