Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 10

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 10
UPPELDI O G LESTUR fjölbreyttu félagsstarfi (Greaney 1980:349-350, Neuman 1986:339, Seilman 1995:75- 76). Þau börn sem lesa fyrst og fremst með þann tilgang í huga að hafa ánægju af lestrinum eru líkleg til að vera í hópi þeirra barna sem lesa mikið, en börn sem segjast lesa í þeim tilgangi að hafa ákveðið notagildi af því, eða nota lestur til að flýja raunveruleikann, lesa mun minna í tómstundum sínum (Greaney og Neuman 1983:160-162, Greaney og Neuman 1990:172-195). Stúlkur lesa meira en drengir (Anderson, Wilson og Fielding 1988:296, Greaney og Hegarty 1987:13-14, Neuman 1986:338). Þægilegt umhverfi og gott næði skiptir máli við lestur en vinsælasti staðurinn til að lesa bækur, hvort heldur sem er að degi til eða að kvöldi, er svefn- herbergið og algengasti lestrartíminn er áður en farið er að sofa og þá uppi í rúmi (Greaney 1980:345, Greaney og Hegarty 1987:10, Morrow 1982:341-342, Thorpe 1988:55). Hins vegar lesa börn oft dagblöð og tímarit innan um annað heimilisfólk, í dagstofunni eða þar sem sjónvarp er í gangi (Neuman 1986:338). Rannsóknir þar sem athuguð eru áhrif foreldra á lestrarvenjur barna sýna að börn kynnast yfirleitt notkun ritmáls snemma á lífsleiðinni (Auerbach 1989:167-168, Morrow 1995:6, Schieffelin og Cochran-Smith 1984:5-11, Taylor 1982:144-148, Teale og Sulzby 1986:xviii). Jafnframt sýna rannsóknir að börn foreldra sem hafa meiri menntun séu líklegri til að hafa áhuga á lestri en böm foreldra sem hafa minni mennt- un (Greaney 1980:351, McCormick og Mason 1986:99, 111, Morrow 1983:225-226, Neuman 1986:338). Á hinn bóginn hefur verið á það bent að þótt finna megi tengsl milli félagslegrar stöðu foreldra og þess hve mikið börn lesa þá skýri það ekki lestrarvenjur þeirra og því sé ástæða til að skoða hvað í samskiptum foreldra og barna hafi áhrif á lestrarlöngun barnanna (Guthrie og Hall 1984:99-102, Sulzby og Teale 1991:743-745). Meðal þeirra þátta sem taldir eru skipta máli eru lestrarvenjur foreldra (Greaney og Hegarty 1987:11-13, Morrow 1983:226), að foreldrar lesi fyrir börn sín (Ross 1995:216-217, Schieffelin og Cochran-Smith 1984:6-11, Teale 1986: 196-197), að þeir tali við börnin um það sem þau lesa (Guthrie o.fl. 1995:17-21, Ross 1995:226-227, Thorpe 1988:66), að börn hafi góðan aðgang að lesefni á heimilum (Guthrie o.fl. 1995:17-21, Schiffelin og Cochran-Smith 1984:6, Morrow 1983:226, Greaney og Hegarty 1987:11) og að farið sé með þau á bókasafn til að fá lánaðar bækur (Clark 1984:124, Greaney og Hegarty 1987:13, Guthrie o.fl. 1995:18-21, Morrow 1983:224, Ross 1995:217). Fáar rannsóknir hafa beinst að því að athuga hvaða áhrif uppeldisaðferðir foreldra hafa á tómstundavenjur bama en niðurstöður benda til að það sem ein- kenni fjölskyldur barna sem lesa mikið sé að foreldrar líti á sameiginleg áhugamál fjölskyldumeðlima og þátttöku í tómstundastarfi sem mikilvægan hluta fjölskyldu- lífsins (Clark 1984:124, Seilman 1995:75-76), einnig að þeir hvetji börn sín til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og setji þeim ekki strangar skorður í uppeldinu almennt (Neuman 1986:339). Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á lestrarvenjum íslenskra barna hafa einkum miðað að því að kanna hve mikið og hvað börn lesa, auk þess sem skoðuð hafa verið tengsl tómstundalesturs við lestrarfærni. I ljós hefur komið að á undan- förnum áratugum hefur dregið úr tómstundalestri barna og unglinga (Þorbjörn Broddason 1992:38-40), en engu að síður lesa íslensk börn álíka mikið og jafnaldrar 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.