Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 57

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 57
ÞORSTEINN HELGASON þessa samnefnara. í bandaríska landsviðmiðinu, sem áður er nefnt, er þessu lýst í öllum upphafsköflum (National Centerfor History in the Schools 1998); Án sögu er engin sameiginleg minning í samfélaginu um hvar það var statt áður, hver grunngildi þess eru né hvaða ákvarðanir fortíðar hafa leitt til þeirra aðstæðna sem nú ríkja. Þó að seint verði samkomulag um hvar samfélag var statt á einhverjum tíma, hver grunngildin eru í heilu samfélagi (í þessu tilviki samfélagi 270 milljóna manna) og hváða ákvarðanir leiddu til nútímans fremur en aðrar - þá er hér lýst yfir vilja til að leita þessa á grundvelli samfélags og sameiginlegrar minningar þess. Þetta samfélag er enn í flestum tilvikum þjóðin. Þjóðernishlutverki sögunnar er þannig ekki lokið, jafnvel ekki í Evrópu sem menn hafa stundum haldið að væri komin á annað tilverustig. Eftir að ofríkisstjórnirnar féllu í Austur-Evrópu, ríki urðu sjálfstæð (svo sem Eystrasaltslöndin), Balkanskaginn splundraðist en Vestur- Evrópuríki tengdust enn nánari böndum, er þjóðarsagan í deiglunni sem aldrei fyrr. Ýmist þykjast menn vera að endurheimta hana eða auka hana með öðrum þáttum. Ráðamenn í Evrópuráðslöndum komu saman í Vínarborg árið 1993 og lýstu áhyggjum sínum og viku þar að sögukennslu (History. The mirror of the conti- nent 1996): Sögukennsla er álitin ein meginstoð þjóðerniskenndar og samhygðar og þar með brýnt verkefni í menntamálum. Tímafjöldinn, sem í reynd er varið til sögukennslu, speglar ekki alltafvægi greinarinnar í stjórnmálaumræðu. Látum sem svo að meginrammi söguinntaksins sé þjóðin eða ríkið. Þá þarf að setja mynd í rammann. Eru þar saman komnir þeir atburðir, aðstæður, lífskjör, hug- myndir og einstaklingar sem snerta alla þjóðina (ríkið) eða stóran hluta hennar? Þessi lýsing er nærri sanni en hún er þó í senn of þröng og of víð: Aðföng atburð- anna, aðstæðnanna o.s.frv. eru ósjaldan komin utan frá, jafnvel flökkugóss sem hirðir ekki um landamæri. Hins vegar getur verið ástæða og rök fyrir því að fjalla um staðbundnari fyrirbæri. Og enn er ósvarað: Hvað er frásagnarvert í sögu, innan eða utan „ramma"? Oft er samnefnara samfélags lýst sem menningararfi. Þetta er tilgreint þannig í frönsku námskránni (Histoire-géographie 1998): Sagan og landafræðin eru til hjálpar við að staðfesta þennan menningararf (sem hér merkir arfleifð siðmenningar mannkyns til handa nútímamanni) sem gerir hverjum og einum kleift að móta sjálfsmynd sína. Þessi sjálfsmynd hins upplýsta borgara byggist á því að hann tileinkar sér menningu. Hér er talað um menningararf mannkyns en af framhaldinu er ljóst að sá arfur er einkum evrópskur og þó fyrst og fremst franskur. En hvað heyrir til menningararfi, frönskum eða íslenskum, og hvað ekki? Ríkur þáttur í sjálfsmynd hvers samfélags er upphaf þess, einhvers konar sköpunarsaga. Forn og ný samfélög hafa átt slíkar sögur. Allt sem raskar sköpunarsögunni veldur uppnámi. Þetta gerðist í deilunum um söguviðmið í Bandaríkjunum. Sköpunin getur gerst í nokkrum áföngum; sköpunarverkið (barnið) getur átt ættir að rekja (til Adams, Nóa eða Ynglinga) og síðar getur átt sér stað endursköpun sem getur jafn- 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.