Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 47
ÞORSTEINN HELGASON
Landsnámskrá er nú í raun ekki til því opinber aðili (Utbildningsstyrelsen) gef-
ur aðeins út „vísi að námskrá" (á sænsku: Grundema för gymnasiets lároplan) en
skólunum er ætlað að semja hina eiginlegu námskrá. Annað mál er að því verki er í
litlum mæli sinnt, þannig að „vísirinn" verður sá stofn sem flestir halla sér að. Fyrir
sögu og samfélagsfræði í framhaldsskólum er hann þó ekki nema þrjár blaðsíður að
lengd (blaðsíðu styttri í grunnskóla). Inntakinu er gjörbreytt frá fyrri háttum og
horfið að miklu leyti frá samfelldri tímasögu. Þjóðarsaga er nú að mestu samfléttuð
mannkynssögu. Fjórir skylduáfangar eru tilgreindir og fylgja þessari efnisskipt-
ingu:
- Maðurinn, umhverfið og menningin (félags- og umhverfissaga).
- Evrópumaðurinn (menningarsaga).
- Alþjóðasamskipti (stjórnmálasaga, einkum 20. aldar).
- Þáttaskil í sögu Finnlands (þjóðarsagan á 19. og 20. öld).
Af gömlu gerðinni eimir eftir í séráfanganum um Finnlandssögu og stjórnmála-
sagan er hreinræktuð í einum áfanga. Áhersla er lögð á öflun upplýsinga, gagnrýna
athugun á þeim og hæfni til að sjá sjálfan sig í samhengi þróunar (söguvitund)
(Grunderna för gymnasiets Idroplan 1994 1994, Lehikoinen 1997). Áhrif frá seinni tíma
stefnum í sagnfræði, félagssögu, menningarsögu og póstmódernisma, hafa sett sín
spor á þessa námskrá.
Nýi námskrárvísirinn var tekinn í gildi með litlum fyrirvara. Skólar, kennarar
og nemendur fengu nokkra mánuði til umhugsunar. Þetta var bylting að ofan með
fáum leiðbeiningum og án endurhæfingar. Bókaforlög brugðust skjótt við, enda
markaðurinn álitlegur, en höfðu þó varla undan. Þrjár mismunandi róttækar út-
færslur litu dagsins ljós. Sú sem seldist best hefur hófsamast yfirbragð og þræðir
tímatalið samviskusamlega innan hvers efnisheftis.3
Finnska sögubyltingin var nokkuð hraðsoðin. Freistandi er að leita skýringa á
byltingarþránni í umhverfi landsins. Breytingar í næsta nágrenni Finnlands, í
Rússlandi og Eystrasaltslöndum, ásamt inngöngu Finna í Evrópusambandið, hafa
hrundið landi og þjóð inn í hringiðu heimsviðburða. Hvar þjóðernið og norrænu
tengslin eru stödd við þessar aðstæður er ekki ljóst. Brösuglega virðist hafa gengið
að bræða saman sögu þjóðar og heims í kennslubókunum og kennarar kvarta yfir
skorti á leiðbeiningum með nýju hugmyndunum. Stefnt er að því að næsta námskrá
verði ítarlegri. En þrátt fyrir þetta, og hugsanlega vegna þess, hefur söguvitundin
kannski tekið stökk inn í nútímann í einhverjum skilningi.4
ÞÝSKALAND
Þýskaland varð ekki að sameinuðu og öflugu þjóðríki fyrr en á seinni hluta nítj-
ándu aldar en síðan þá hefur margt, og sumt hörmulegt, drifið á daga Þjóðverja.
3 Bækur fyrir efnisáfangana fjóra hafa samheitið Ajnsta Aikaati og eru gefnar út af forlaginu Wemer Söderström í
Helsinki 1994-1997.
4 í þessum kafla er að miklu byggt á viðtölum við finnskan sagnfræðing og uppeldisfræðing, Leo Pekkola frá
Háskóla Lapplands í Rovaniemi, sem vinnur að doktorsverkefni um námskrár og námsefni í sögu.
45