Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 78
ANIMUS O G SKUGGI HELGU KARLSDÓTTUR
Þá mun mál aðfela sig - þófyr væri - verði jeg aðgrárri gimbur við jötu mín.
Fyrstu hamskiptin sem felast í því að breyta sér í gráa gimbur sýnir hæfni Helgu til
að villa um fyrir risunum og snúa þannig á þá í fyrsta sinn. Lamb er tákn sakleysis,
hreinleika og auðmýktar og gagnvart sakleysi lambsins standa jafnvel tröll ráð-
þrota. í kristinni trú er lambið tákn Jesú Krists sem aftur táknar heildina (Cooper
1993:125-126). Gimbrin gráa stendur fyrir barnslegan, einlægan þátt í dulvitund
Helgu sem hún leitar til í viðureigninni við hina ógnvænlegu risa. Grátt er litur
huliðsheima (Einar Ól. Sveinsson 1940:289) sem undirstrikar að gimbrin góða er
ættuð úr huliðsheimum mannsins eða dulvitundinni. Eftir að risarnir hafa ruðst í
halarófu skríðandi á fjórum fótum inn göngin hjá Helgu leita þeir hennar um allan
bæinn án árangurs.
„Hvar er stelpan?" sögðu þeir - og skildu ekki neitt í neinu. - Þegar þeir sáu gráu
gimbrina standa við jötu inn við taðstál, þukluðu þeir um bakið á henni og sögðu:
„Ansi er þettafallegt lamb", en Ijetu kyrt, - og hurfu frá við svo búið.
Risarnir þukla lambið af kunnáttu bóndans. Þegar þeir eru farnir bætir Helga á
eldinn og skíðlogar hjá henni. En risarnir eru ekki komnir nema hálfa leið heim
þegar einum þeirra dettur í hug hvort gráa gimbrin hafi ekki verið stelpan og hefur
orð á því. Hinir risarnir taka undir það og snúa þeir nú við. Gullintanna varar
Helgu að nýju við með því að gelta og upplýsa hana um að gýgur sé enn kominn að
garði og Helga svarar:
„Þá er mál aðfela sig, þófyrr væri, - verði jeg að trafakefli undir höfði mjer."
Trafakefli er áhald sem notað var til að slétta nýþvegin tröf. Trafakeflin voru alltaf
tvö saman; undirkeflið var sívalningur sem tröfin voru undin upp á, en með yfir-
keflinu sem var slétt að neðan var undirkeflinu velt fram og aftur á sléttu borði
þangað til tröfin voru orðin slétt. Menn gáfu oft heitkonum sínum trafakefli í
tryggðapant enda var oft vel til þeirra vandað með miklum útskurði.
Trafakefli er allt annars konar tákn en gimbrin. Gimbrin stendur fyrir eitthvað
saklaust og jafnvel barnslegt en trafakeflið gefur aftur á móti vísbendingu um störf
og atferli kynþroska fólks. Sem tryggðapantur gefa keflin fyrirheit um sameiningu
karls og konu eða hins kvenlega og hins karllega. Um leið og keflið vísar í höfuð-
búning fullvaxta konu eða skautfaldinn og tengist þannig því kvenlega er form
þess karllegt, fallusartákn, í þessu tilfelli tákn animusar í Helgu.
Animus er konunni nauðsynlegur til að hún geti hrint hugmyndum sínum í
framkvæmd, sýnt kjark og hlutlægni og andlega visku (von Franz 1990b:194). Jafn-
framt tengist sannfæring eða skoðanamyndun animusi og Jung hélt því fram að á
bak við animus stæði fornmyndin merking eða tilgangur (Jung 1971:32). Með tákni
trafakeflisins er sýnt að Helga hefur tekið út mikinn þroska og að henni hefur tekist
að innlima animus að hluta til. Sá þáttur animusar sem hún hefur enn ekki tekist á
við og er áfram ógnvænlegur lætur á ný á sér kræla í risunum. Þeir halda í þriðja
sinn heim að koti Helgu þegar einum þeirra dettur í hug hvort stelpan hafi ekki
falið sig í trafakeflinu. Enn einu sinni geltir Gullintanna og varar Helgu við, en hún
svarar:
„Þá mun mál aðfela sig, þófyr væri, - verði jeg að stjörnu uppi á himni."
Eftir að risarnir hafa leitað dyrum og dyngjum að trafakeflinu sneypast þeir út.
76