Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 19

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 19
ÁGÚSTA PÁLSDÓTTIR samhengi sé milli þeirra hvatningaraðferða sem foreldrar barnanna notuðu og þess hvernig lestraráhugi barnanna þróaðist, en algengast var að foreldrar þeirra barna sem höfðu lítinn áhuga á lestri notuðu eftirlátar eða skipandi aðferðir. Ýmist annað eða báðir foreldrar þeirra barna sem höfðu áhuga á lestri notuðu leiðandi hvatningaraðferðir. Þessir foreldrar örvuðu og studdu við lestraráhuga barna sinna, sem eftirlátssamir eða skipandi foreldrar gerðu ekki. Jafnframt kom fram ákveðin tilhneiging til kynjamunar þar sem foreldrar stúlknanna, sem tóku þátt í rannsókninni, notuðu ekki skipandi aðferðir en það átti aftur á móti við um foreldra þriggja af drengjunum. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim þáttum sem einkenndu helst hverja uppeldisaðferð. Leiðandi foreldrar Leiðandi foreldrar áttu það sameiginíegt að þeir höfðu trú á að þeir gætu haft áhrif á lestrarvenjur barna sinna og þeir byrjuðu á því að vekja áhuga barnanna á lestri rneðan þau voru mjög ung. Ein af mæðrunum sagði: Við höfum alltaf lesið fyrir þau frá því að þau eru ungbörn. Maður hefur alltaf byrjað með bækur með hlutum eða einhverju svoleiðis og ég hef verið með bækur eiginlegafrá upphafi. Foreldrarnir töldu það vera mikilvægan þátt í uppvexti barna að lesið væri fyrir þau. En þeir voru einnig þeirrar skoðunar að það væri ekki síður mikilvægt að vinna jafnt og þétt að því að viðhalda áhuga barna á lestri eftir að þau væru orðin læs og farin að geta lesið „sér til ánægju". Það gerðu þeir með því að skapa börn- unum góðar aðstæður til lestrar, meðal annars með því að sjá til þess að þau hefðu „greiðan aðgang" að lesefni og gætu valið úr „spennandi bókurn" til að lesa. Jafn- framt sýndu þeir því sem börn þeirra lásu áhuga og tóku þátt í ánægju þeirra af lestrinum með því að spjalla við þau um það sem þau voru að lesa hverju sinni. Þessir foreldrar lögðu yfirleitt áherslu á að þeir vildu að bókmenntasmekkur barna sinna væri sem fjölbreyttastur og í þeim tilgangi vöktu þeir gjarnan athygli barnanna á ýmsu sem þeir töldu að gæti verið áhugavert fyrir þau. Það gerðist þó án þess að reynt væri að þröngva skoðunum um lesefni upp á börnin eða stjórna því hvað þau læsu. Einn af feðrunum lýsti þessu þannig: Maður verður samt að reyna að hafa áhrifen þegar þau eru komin á ákveðinn aldur þá verða þau að fá að velja svolítið mikið sjálf. Þau eru náttúrlega sjálfstæðir einstaklingar og maður getur ekkert matað börnin á efni. Enda þótt foreldrarnir létu börn sín sjálfráð um að velja sér bækur og annað lesefni töldu flestir þeirra að til væri lesefni sem væri börnum „óhollt" og því rétt að fylgj- ast með því hvað þau læsu. En þeir létu einnig í ljós þá skoðun að það væri ekki þörf á að hafa áhyggjur því slíkt lesefni „liggi ekkert mikið frammi" og því ekki auðvelt fyrir börn að nálgast það. í viðtölum við börn leiðandi foreldra kom fram að þau vildu vera sjálfráð um að velja sér bækur og annað lesefni en leituðu þó gjarnan til foreldra sinna og báðu um ráðleggingar og aðstoð ef þau stóðu í þeim sporum að vanta eitthvað að lesa. í þeim tilvikum sögðust foreldrarnir vera „allir af vilja gerðir" og „reyndu eins og þeir gátu" til að koma til móts við þarfir barna sinna. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.