Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 72

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 72
ANIMUS OG SKUGGI HELGU KARLSDOTTUR af munni fram af konu í Fljótshlíðinni um svipað leyti og Jung er að móta kenningar sínar suður í Sviss. En áður en sá samanburður hefst verður til glöggvunar gerð stutt grein fyrir helstu hugmyndum og hugtökum úr greiningarsálfræði Jungs. VITUND, DULVITUND, FORNMYNDIR OG EINSÖMUN - KENNINGAR CARLS G. JUNGS Sálarlíf mannsins er sjálfstýrandi kerfi, að mati Jungs, þar sem vitund og dulvitund tengjast á gagnvirkan máta. A milli þessara tveggja vídda liggur orkustraumur sem veitir möguleika til vaxtar og breytinga. Þetta ferli á sér stað allt lífið með því að dulvitað efni kemur upp í vitundina og er samlagað henni. Jafnframt fellur bælt, gleymt eða hunsað efni niður í dulvitundina (Singer 1995:15). Jung var á þeirri skoðun að vitundin rísi upp úr dulvitundinni. Miðpunktur vitundarinnar er „ego" eða sjálfsvitund. Sjálfsvitundin byggir annars vegar á skilningi mannsins á líkama sínum og tilvist sinni og hins vegar á minningum. Sjálfsvitundin er eins og segull sem dregur til sín efni úr dulvitundinni en einnig áhrif frá umhverfinu. Þegar þetta efni gengur í samband við sjálfsvitundina verður það meðvitað (Jung 1982:8,10). Jung leit svo á að dulvitundin hefði að geyma bæði reynslu einstaklings og teg- undar og væri samsett úr persónulegri dulvitund og sameiginlegri dulvitund. í þeirri fyrrnefndu væri að finna duldir eða tilfinningatengdar hugmyndir, skynjanir og endurminningar sem einstaklingurinn hefur bælt. I þessum hluta dulvitundar- innar er einnig að finna skynjanir sem eru ekki nógu sterkar til að ná vitundinni og efni sem er ekki enn þá nægjanlega mótað í huga einstaklingsins til að komast á vitundarstigið (Jung 1966:66). Sameiginlega dulvitundin er samkvæmt Jung meðfædd sálræn formgerð, grunn- ur og uppspretta mannlegrar vitundar. Danski greiningarsálfræðingurinn Nyborg lýsir sameiginlegu dulvitundinni þannig að hún umljúki efni sem sé í meginatrið- um hið sama í öllum mönnum alls staðar og á öllum tímum og endurspegli þá sér- hæfingu og þróun sem átt hefur sér stað í mannsheilanum í milljónir ára (Nyborg 1983:10-11). í hinni sameiginlegu dulvitund er að finna eðlislægar hneigðir sem birtast á táknrænan hátt. Þessar birtingarmyndir eðlishneigðanna kallar Jung erkitýpur (Jung 1990:78-79). Á íslensku hafa orðin fornmynd, frummynd eða frumminni verið höfð um þetta hugtak. Hér verður orðið fornmynd notað. Marie-Louise von Franz (f. 1915), en hún var um árabil náinn samstarfsmaður Jungs, telur fornmyndir vera elstu og altækustu hugsanamynstur mannkynsins. Fornmynd hefur því aðeins þýðingu fyrir manninn að hún feli í sér tilfinningalegt gildi fyrir hann (von Franz 1989:28). Jung undirstrikar að fornmynd sé ekki arftekin mynd heldur erfi einstaklingurinn virkan möguleika til að búa til samskonar eða svipaða mynd (Jung 1975, 1:106). Ef til vill má orða það þannig að maðurinn hafi meðfædda tilhneigingu til að bregðast við áreitum á ákveðinn hátt svipað og dýr hafa eðlislæga tilhneigingu til að svara áreitum í umhverfinu (Storr 1973:49). Jung sagði fornmyndir vera eins konar útfellingu hughrifa vegna einstaklingsbundinna viðbragða við síendurtekinni reynslu mannsins (Jung 1966:69-70,138). 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.