Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 105
ÞORSTEINN P. GÚSTAFSSON
miðssetningar framhaldsskólans hneigjast skólarnir til þess að fullnægja aðeins
þeim hluta markmiðanna sem þeim sjálfum er auðveldast og jafnframt er ódýrast
að uppfylla. Að minnsta kosti er svo þrengt að framhaldsskólunum fjárhagslega að
þeir bjóða aðeins upp á þær brautir sem ódýrast er að starfrækja, og það eru svo
sannarlega ekki verknámsbrautirnar.
Jón Torfi Jónasson (1995-1997) fjallar um ýmsar staðhæfingar sem birzt hafa um
þróun skólamála á landinu. Af þeim sex staðhæfingum sem Jón Torfi tekur til skoð-
unar er m.a. sú sem vitnað var til hér á undan og nefnd um mótun menntastefnu
hefur sett fram, þ.e. að starfsnám á framhaldsskólastigi verði forgangsverkefni í
skólamálum. Jón Torfi færir fram rök í sex liðum fyrir því að af þessu námi verði
ekki á framhaldsskólastigi eins og hin opinbera stefna er og eins og hún birtist í áliti
átján manna nefndarinnar. Auk þess sem að ofan er talið, þ.e. um kostnað og
erlendar fyrirmyndir, nefnir Jón Torfi liði eins og eftirspurn fyrirtækja eftir nemum
úr starfsnámi, flutning starfsnáms á háskólastig, stúdentshúfusóknina miklu og
breytt viðhorf almennings til grunnmenntunar.
Ég mun nú ræða þessi rök Jóns Torfa sem beinzt hafa að hinni opinberu stefnu í
starfsnámi eins og hún birtist í plaggi nefndar um mótun menntastefnu. Jafnframt
færi ég fram ýmsar athugasemdir sem styðja rök Jóns Torfa og þá skoðun hans að
starfsnám í framhaldsskólum muni ekki eflast þrátt fyrir stjórnvaldsaðgerðir, stefnu-
mörkun og góð áform.
Eftirspurn fyrirtækja
Eftirspum fyrirtækja eftir nemum, sem útskrifast hafa af tveggja ára brautum, hefur
ekki skilað sér í hærri launum þessa nýja starfsfólks. Það er með öðrum orðum ekki
borgað fyrir þá þekkingu sem þessar brautir eru að veita. Skilaboð markaðarins til
ungmenna á þessum brautum eru því ótvíræð. Þó má vera að nemar af þessum
brautum eigi greiðari aðgang að störfum. Dæmi eru um það af skógræktarbraut og
ferðamálabraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Stúdentspróf veitir engin sjálfkrafa
réttindi til nokkurra starfa, en er hins vegar aðgöngumiði að framhaldsnámi. Vinnu-
veitendur líta oft á það sem kost að ungt fólk hafi stúdentspróf en það eitt veitir
ekki aðgang að vinnumarkaði. Sjálfur minnist ég þess að um miðjan sjöunda ára-
tuginn sóttust flugfélög eftir stúdentum til náms í flugi og kostuðu jafnvel það nám.
Ástæðan var sú að stúdentspróf var ekki aðeins styrk undirstöðumenntun fyrir
flugnámið sjálft, heldur einnig sönnun þess að viðkomandi kunni að læra. En flug-
menn þurfa eins og kunnugt er að stunda upprifjun og viðbótarnám alla starfsæv-
ina. Hitt þekkist líka að atvinnurekendur vilji fólk beint úr skyldunámi til að skóla
það á vinnustað. Er þá litið á stúdentspróf sem nokkurs konar ofmenntun og hætta
talin á að stúdentar láti sér slík byrjunarstörf ekki nægja, hætti í vinnu til frekara
náms eða meira krefjandi starfs.
Flutningur starfsnáms á háskólastig
Starfsnám hefur þegar flutzt á háskólastig og mun gera það í vaxandi mæli. Dæmi:
Hjúkrunarnám og kennaranám var áður á sérskólastigi en nú er krafizt stúdents-
prófs til þess að stunda það eins og annað háskólanám. Rekstrarfræði og fleiri við-
103