Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 46

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Blaðsíða 46
INNTAK SOGUKENNSLU í endurskoðaðri útgáfu er þessu öllu haldið en bætt við: „hvaða hvatir lágu að baki því að menn yfirgáfu heimabyggðina" (Clair 1997, History Standards 1996). Nýjum áherslum var bætt við um áhrifamátt tækni og vísinda, einkum á tuttugustu öld, vægi hagsögu var aukið og Rússland, Suðaustur-Asía og Eyjahaf fengu fleiri kafla. Endurskoðuðu útgáfunni á „National Standards for History" var almennt vel tekið. Flestir háværustu gagnrýnendur voru sáttir en það voru frumkvöðlarnir einnig. Nýjungarnar voru ótvíræðar, tekist var á við vanda fjölmenningarsamfé- lagsins og gagnrýnin hugsun var hvarvetna leiðarljós þó að leitin að samnefnara væri einnig höfð í heiðri. „Standardarnir" tóku einnig að skila sér í námskrám einstakra fylkja og kennslugögnum (Manzo 1997): Það er áberandi, bæði í landsviðmiðunum og kennslubókum, að meiri áhersla er lögð á konur og minnihlutahópa, að mannkynssagan er gerð hnattrænni með því að afrísk og austurlensk menning og viðhorf eru hluti af heildinni, og að ákveðnir sögulegir atburðir og persónur eru skoðuð ígagnrýnara Ijósi. Dæmi um þetta er flokkur grunnskólanámsgagna í samfélagsgreinum (þar sem sagan er veigamikill þráður) undir samheitinu Wc the People. Sögulegi hlutinn nefnist Discover Our Heritage. Sú arfleifð, sem þar á að uppgötva, er umvafin banda- ríska fánanum og vísunum í grunnhugmyndir bandarísks þjóðfélags um frelsi en einnig um margbreytileika. Allur heimurinn er á dagskrá þó að forngríski og evr- ópski arfurinn fái verulegt rými. Umfjöllunin er alhliða en þó má e.t.v. greina mest áhrif frá „nýju menningarsögunni" sem hefur verið sterkur straumur í bandarískri sagnfræði um árabil. Gagnrýninni athugun og færniþáttum er gert hátt undir höfði. Verkefni eru fjölbreytt undir fyrirsögnum á borð við þessi (Bednarz o.fl. 1997): - samantekt á meginhugmyndum - orðskýringar - staðreyndir - færni - gagnrýnin hugsun - ritun - þemu/heildstæð verkefni (prójekt) - alnet. Síðasta orðið er ekki sagt um inntak sögukennslu í Bandaríkjunum. Kvartað er yfir blóðlausum kennslubókum þar sem svo mikið sé lagt upp úr því að styggja engan að lífið í frásögninni gleymist. Jafnframt er tekið undir fjölmenningarsjónarmiðin (Stille 1998). Umræðan heldur áfram. FINNLAND Almennt má segja um sögukennslu og sögunámskrár í Finnlandi að ríkisstýring og sterk þjóðernisstefna hafi verið ríkjandi fram á síðustu áratugi. Námskrár voru geysilega ítarlegar undir leiðarstjörnu stjórnmálasögunnar og kennurum var ætlað lítið svigrúm. Árið 1985 kom ný námskrá og boðaði breytingar og níu árum síðar, 1994, var tekið stærra stökk sem kalla má byltingu. Hún er þó sýnu róttækust í framhaldsskólum. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.