Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 46
INNTAK SOGUKENNSLU
í endurskoðaðri útgáfu er þessu öllu haldið en bætt við: „hvaða hvatir lágu að baki
því að menn yfirgáfu heimabyggðina" (Clair 1997, History Standards 1996). Nýjum
áherslum var bætt við um áhrifamátt tækni og vísinda, einkum á tuttugustu öld,
vægi hagsögu var aukið og Rússland, Suðaustur-Asía og Eyjahaf fengu fleiri kafla.
Endurskoðuðu útgáfunni á „National Standards for History" var almennt vel
tekið. Flestir háværustu gagnrýnendur voru sáttir en það voru frumkvöðlarnir
einnig. Nýjungarnar voru ótvíræðar, tekist var á við vanda fjölmenningarsamfé-
lagsins og gagnrýnin hugsun var hvarvetna leiðarljós þó að leitin að samnefnara
væri einnig höfð í heiðri. „Standardarnir" tóku einnig að skila sér í námskrám
einstakra fylkja og kennslugögnum (Manzo 1997):
Það er áberandi, bæði í landsviðmiðunum og kennslubókum, að meiri áhersla er
lögð á konur og minnihlutahópa, að mannkynssagan er gerð hnattrænni með því að
afrísk og austurlensk menning og viðhorf eru hluti af heildinni, og að ákveðnir
sögulegir atburðir og persónur eru skoðuð ígagnrýnara Ijósi.
Dæmi um þetta er flokkur grunnskólanámsgagna í samfélagsgreinum (þar sem
sagan er veigamikill þráður) undir samheitinu Wc the People. Sögulegi hlutinn
nefnist Discover Our Heritage. Sú arfleifð, sem þar á að uppgötva, er umvafin banda-
ríska fánanum og vísunum í grunnhugmyndir bandarísks þjóðfélags um frelsi en
einnig um margbreytileika. Allur heimurinn er á dagskrá þó að forngríski og evr-
ópski arfurinn fái verulegt rými. Umfjöllunin er alhliða en þó má e.t.v. greina mest
áhrif frá „nýju menningarsögunni" sem hefur verið sterkur straumur í bandarískri
sagnfræði um árabil. Gagnrýninni athugun og færniþáttum er gert hátt undir höfði.
Verkefni eru fjölbreytt undir fyrirsögnum á borð við þessi (Bednarz o.fl. 1997):
- samantekt á meginhugmyndum
- orðskýringar
- staðreyndir
- færni
- gagnrýnin hugsun
- ritun
- þemu/heildstæð verkefni (prójekt)
- alnet.
Síðasta orðið er ekki sagt um inntak sögukennslu í Bandaríkjunum. Kvartað er yfir
blóðlausum kennslubókum þar sem svo mikið sé lagt upp úr því að styggja engan
að lífið í frásögninni gleymist. Jafnframt er tekið undir fjölmenningarsjónarmiðin
(Stille 1998). Umræðan heldur áfram.
FINNLAND
Almennt má segja um sögukennslu og sögunámskrár í Finnlandi að ríkisstýring og
sterk þjóðernisstefna hafi verið ríkjandi fram á síðustu áratugi. Námskrár voru
geysilega ítarlegar undir leiðarstjörnu stjórnmálasögunnar og kennurum var ætlað
lítið svigrúm. Árið 1985 kom ný námskrá og boðaði breytingar og níu árum síðar,
1994, var tekið stærra stökk sem kalla má byltingu. Hún er þó sýnu róttækust í
framhaldsskólum.
44