Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 22
UPPELDI O G LESTUR
LOKAORÐ
Lestur hefur afar hagnýtan tilgang fyrir börn hvað varðar framtíð þeirra á sviði
menntunar sem og til að þau geti orðið sjálfbjarga þjóðfélagsþegnar. Þetta birtist
meðal annars í því að í skólakerfinu eru gerðar ákveðnar kröfur til þeirra um lestr-
argetu. Rannsóknir sýna að ef börn lesa í tómstundum sínum þá standa þau sig
betur í lestri (sjá til dæmis Anderson, Wilson og Fielding 1988, Sigríði Þ. Valgeirs-
dóttur 1993).
En lestur hefur einnig annan tilgang sem er ekki síður mikilvægur því upp-
spretta þess að börn lesi í tómstundum sínum hlýtur að vera sú að lestur veiti þeim
ánægju og lífsfyllingu. Uppvaxtarárin eru sá tími þegar grunnurinn að lestrarvenj-
um fólks er lagður og þar leikur fjölskyldan stórt hlutverk.
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að samhengi geti verið milli hvatn-
ingaraðferða foreldra og lestrarvenja barna, þar sem þær aðferðir sem leiðandi for-
eldrar nota styðja við og efla áhuga barna á lestri, sem aðferðir skipandi og eftir-
látssamra foreldra gera ekki. Hvatningaraðferðir leiðandi foreldra fólust fyrst og
fremst í því að þeim virðist hafa tekist að gera lesturinn að ánægjulegri og áhuga-
verðri tómstundaiðju. Skipandi foreldrarnir virtust aftur á móti líta á lestur sem
ákveðna skyldu sem börn þeirra áttu að uppfylla og lögðu áherslu á að reyna að
hafa stjórn á því hvort og hvernig börnin ræktu hana. Þessir foreldrar voru ekki jafn
næmir fyrir þörfum barna sinna né veittu þeim þann stuðning sem leiðandi for-
eldrar gerðu. Eftirlátssamir foreldrar tóku hins vegar þá afstöðu að láta börn sín
sjálf um að komast að því hvort þau hefðu áhuga á því að lesa í tómstundum og
reyndu ekki að hvetja þau til þess. Jafnframt kom fram nokkur kynjamunur þar
sem aðeins foreldrar drengja notuðu skipandi aðferðir og er þetta athyglisvert í ljósi
þess að fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að stúlkur lesa meira en drengir (Ander-
son, Wilson og Fielding 1988:296, Greaney og Hegarty 1987:13-14, Neuman 1986:
338, Sigríður Þ. Valgeirsdóttir 1993:42). Það væri því áhugavert að rannsaka nánar
kynjamun í sambandi við lestrarvenjur barna með hliðsjón af þeim hvatningarað-
ferðum sem foreldrar þeirra nota.
Niðurstöðurnar sýndu jafnframt að samhengið milli hvatningaraðferða foreldra
og lestrarvenja barna felst í mörgum þáttum sem flestir eru samtvinnaðir við
daglegt líf og venjur fjölskyldunnar. Foreldrar þeirra barna sem höfðu áhuga á
lestri virðast hafa lagt áherslu á að þau hefðu mörg og fjölbreytt áhugamál. Hjá
þessum fjölskyldum var lestur sameiginlegt áhugamál foreldra og barna, félagsleg
samskipti í kringum hann voru mikil og lestur var hluti af daglegu fjölskyldulífi
heimilismanna.
20