Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 22

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 22
UPPELDI O G LESTUR LOKAORÐ Lestur hefur afar hagnýtan tilgang fyrir börn hvað varðar framtíð þeirra á sviði menntunar sem og til að þau geti orðið sjálfbjarga þjóðfélagsþegnar. Þetta birtist meðal annars í því að í skólakerfinu eru gerðar ákveðnar kröfur til þeirra um lestr- argetu. Rannsóknir sýna að ef börn lesa í tómstundum sínum þá standa þau sig betur í lestri (sjá til dæmis Anderson, Wilson og Fielding 1988, Sigríði Þ. Valgeirs- dóttur 1993). En lestur hefur einnig annan tilgang sem er ekki síður mikilvægur því upp- spretta þess að börn lesi í tómstundum sínum hlýtur að vera sú að lestur veiti þeim ánægju og lífsfyllingu. Uppvaxtarárin eru sá tími þegar grunnurinn að lestrarvenj- um fólks er lagður og þar leikur fjölskyldan stórt hlutverk. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að samhengi geti verið milli hvatn- ingaraðferða foreldra og lestrarvenja barna, þar sem þær aðferðir sem leiðandi for- eldrar nota styðja við og efla áhuga barna á lestri, sem aðferðir skipandi og eftir- látssamra foreldra gera ekki. Hvatningaraðferðir leiðandi foreldra fólust fyrst og fremst í því að þeim virðist hafa tekist að gera lesturinn að ánægjulegri og áhuga- verðri tómstundaiðju. Skipandi foreldrarnir virtust aftur á móti líta á lestur sem ákveðna skyldu sem börn þeirra áttu að uppfylla og lögðu áherslu á að reyna að hafa stjórn á því hvort og hvernig börnin ræktu hana. Þessir foreldrar voru ekki jafn næmir fyrir þörfum barna sinna né veittu þeim þann stuðning sem leiðandi for- eldrar gerðu. Eftirlátssamir foreldrar tóku hins vegar þá afstöðu að láta börn sín sjálf um að komast að því hvort þau hefðu áhuga á því að lesa í tómstundum og reyndu ekki að hvetja þau til þess. Jafnframt kom fram nokkur kynjamunur þar sem aðeins foreldrar drengja notuðu skipandi aðferðir og er þetta athyglisvert í ljósi þess að fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að stúlkur lesa meira en drengir (Ander- son, Wilson og Fielding 1988:296, Greaney og Hegarty 1987:13-14, Neuman 1986: 338, Sigríður Þ. Valgeirsdóttir 1993:42). Það væri því áhugavert að rannsaka nánar kynjamun í sambandi við lestrarvenjur barna með hliðsjón af þeim hvatningarað- ferðum sem foreldrar þeirra nota. Niðurstöðurnar sýndu jafnframt að samhengið milli hvatningaraðferða foreldra og lestrarvenja barna felst í mörgum þáttum sem flestir eru samtvinnaðir við daglegt líf og venjur fjölskyldunnar. Foreldrar þeirra barna sem höfðu áhuga á lestri virðast hafa lagt áherslu á að þau hefðu mörg og fjölbreytt áhugamál. Hjá þessum fjölskyldum var lestur sameiginlegt áhugamál foreldra og barna, félagsleg samskipti í kringum hann voru mikil og lestur var hluti af daglegu fjölskyldulífi heimilismanna. 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.