Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 47

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 47
ÞORSTEINN HELGASON Landsnámskrá er nú í raun ekki til því opinber aðili (Utbildningsstyrelsen) gef- ur aðeins út „vísi að námskrá" (á sænsku: Grundema för gymnasiets lároplan) en skólunum er ætlað að semja hina eiginlegu námskrá. Annað mál er að því verki er í litlum mæli sinnt, þannig að „vísirinn" verður sá stofn sem flestir halla sér að. Fyrir sögu og samfélagsfræði í framhaldsskólum er hann þó ekki nema þrjár blaðsíður að lengd (blaðsíðu styttri í grunnskóla). Inntakinu er gjörbreytt frá fyrri háttum og horfið að miklu leyti frá samfelldri tímasögu. Þjóðarsaga er nú að mestu samfléttuð mannkynssögu. Fjórir skylduáfangar eru tilgreindir og fylgja þessari efnisskipt- ingu: - Maðurinn, umhverfið og menningin (félags- og umhverfissaga). - Evrópumaðurinn (menningarsaga). - Alþjóðasamskipti (stjórnmálasaga, einkum 20. aldar). - Þáttaskil í sögu Finnlands (þjóðarsagan á 19. og 20. öld). Af gömlu gerðinni eimir eftir í séráfanganum um Finnlandssögu og stjórnmála- sagan er hreinræktuð í einum áfanga. Áhersla er lögð á öflun upplýsinga, gagnrýna athugun á þeim og hæfni til að sjá sjálfan sig í samhengi þróunar (söguvitund) (Grunderna för gymnasiets Idroplan 1994 1994, Lehikoinen 1997). Áhrif frá seinni tíma stefnum í sagnfræði, félagssögu, menningarsögu og póstmódernisma, hafa sett sín spor á þessa námskrá. Nýi námskrárvísirinn var tekinn í gildi með litlum fyrirvara. Skólar, kennarar og nemendur fengu nokkra mánuði til umhugsunar. Þetta var bylting að ofan með fáum leiðbeiningum og án endurhæfingar. Bókaforlög brugðust skjótt við, enda markaðurinn álitlegur, en höfðu þó varla undan. Þrjár mismunandi róttækar út- færslur litu dagsins ljós. Sú sem seldist best hefur hófsamast yfirbragð og þræðir tímatalið samviskusamlega innan hvers efnisheftis.3 Finnska sögubyltingin var nokkuð hraðsoðin. Freistandi er að leita skýringa á byltingarþránni í umhverfi landsins. Breytingar í næsta nágrenni Finnlands, í Rússlandi og Eystrasaltslöndum, ásamt inngöngu Finna í Evrópusambandið, hafa hrundið landi og þjóð inn í hringiðu heimsviðburða. Hvar þjóðernið og norrænu tengslin eru stödd við þessar aðstæður er ekki ljóst. Brösuglega virðist hafa gengið að bræða saman sögu þjóðar og heims í kennslubókunum og kennarar kvarta yfir skorti á leiðbeiningum með nýju hugmyndunum. Stefnt er að því að næsta námskrá verði ítarlegri. En þrátt fyrir þetta, og hugsanlega vegna þess, hefur söguvitundin kannski tekið stökk inn í nútímann í einhverjum skilningi.4 ÞÝSKALAND Þýskaland varð ekki að sameinuðu og öflugu þjóðríki fyrr en á seinni hluta nítj- ándu aldar en síðan þá hefur margt, og sumt hörmulegt, drifið á daga Þjóðverja. 3 Bækur fyrir efnisáfangana fjóra hafa samheitið Ajnsta Aikaati og eru gefnar út af forlaginu Wemer Söderström í Helsinki 1994-1997. 4 í þessum kafla er að miklu byggt á viðtölum við finnskan sagnfræðing og uppeldisfræðing, Leo Pekkola frá Háskóla Lapplands í Rovaniemi, sem vinnur að doktorsverkefni um námskrár og námsefni í sögu. 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.