Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 87

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 87
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, LEIFUR GEIR HAFSTEINSSON fjölskyldutengsl, reykingar foreldra og félagahópurinn spái betur fyrir um reyk- ingar unglinga en sálfræðilegir þættir. Þannig telja þau að reykingar unglinga ráðist fremur af félagslegu umhverfi en persónubundnum þáttum. Conrad, Flay og Hill (1992) tóku saman yfirlit um langtímarannsóknir á því hvers vegna börn byrja að reykja (27 rannsóknir á árunum 1980-1991). Þau draga m.a. fram þáttinn félagsleg tengsl og kom þar fram eins og vænta mátti að tengsl við vini (reykingar vina og velþóknun þeirra) höfðu mikið að segja um hvort unglingurinn byrjaði að reykja. Fjölskylduþættir, sem þau skiptu í fjölskyldubönd og velþóknun fjölskyldunnar, virtust ekki hafa eins stöðug tengsl við reykingar unglinganna. Fjölskyldubönd voru könnuð m.a. með mælingum á tilfinningatengslum við móður og föður, nærveru föður, samverutíma fjölskyldunnar, væntingum foreldra til náms barnanna og á leiðsögn eða strangleika foreldra (í níu rannsóknum komu einhver þessara atriða fram). Velþóknun fjölskyldunnar var athuguð m.a. með mælingum á stuðningi foreldra, viðhorfum foreldra til reykinga og þrýstingi systkina (í tíu rannsóknum komu einhver þessara atriða fram). Þau Conrad og félagar (1992) segja að rann- sóknir á þessu sviði sýni misvísandi niðurstöður, jafnvel þegar sama breyta sé notuð við að kanna áhrif tiltekins fjölskylduþáttar á reykingar. Sem dæmi nefna þau að í tveimur rannsóknum komi fram að börnum, sem búa við neikvæð tilfinn- ingatengsl við foreldra, sé hættara við að byrja að reykja. I annarri rannsókn komi þessi tengsl hins vegar aðeins fram í tilviki stúlkna, í öðrum rannsóknum skipti ald- ur barnanna máli og í enn öðrum komi slík tengsl ekki fram. Svipaða sögu er að segja um niðurstöður rannsókna bæði þegar könnuð eru áhrif strangleika og áhrif velþóknunar foreldra á hvort börn þeirra byrja að reykja. Síðan Conrad og félagar gáfu út yfirlit sitt hafa m.a. Biglan, Duncan, Ary og Smolkowsky (1995) birt niðurstöður úr yfirgripsmikilli langtímarannsókn sinni. Þar eru fjölskylduhættir (fremur en uppeldishættir) greindir í þrennt (þrjú atriði mynda hverja lTugsmíð): fjölskylduhættir sem einkennast af (a) árekstrum, til dæmis mikl- um deilum af litlu tilefni, (b) samstöðu, til dæmis fjölskyldumeðlimir styðja hver annan og (c) stjórnun, til dæmis spurningu um hve oft barn fer eitthvað sem því hefur verið sagt að fara ekki. Fram kom að fjölskylduhættir sem einkennast af árekstrum og lítilli samstöðu spá fyrir um litla stjórnun foreldra síðar (12 mánuðum síðar) sem aftur tengist því að unglingar eru líklegri til að byrja að reykja (6 mán- uðum eftir það). Þessi tengsl á milli stjórnunar foreldra og reykinga unglinganna komu fram hvort sem foreldrar eða vinir reyktu eða ekki, en reykingar foreldra og vina spáðu einnig fyrir um reykingar unglinganna. Þá athuguðu Doherty og Allen (1994) hvernig samstaða í fjölskyldunni tengdist reykingum unglinganna. Fram kom í rannsókn þeirra að í fjölskyldum þar sem minni samstaða ríkti voru unglingarnir, sem voru á aldrinum 11-13 ára, líklegri til að hafa byrjað að reykja sex árum síðar en þar sem meiri samstaða var við lýði. Líkurnar urðu enn meiri ef foreldri reykti. Þrátt fyrir ofangreindar rannsóknir er ljóst að mjög skortir á haldbærar rann- sóknir á tengslum uppeldishátta og tóbaksreykinga unglinga. Conrad og félagar (1992) draga gæði rannsókna á þessu sviði í efa og segja þær verða að byggja á traustari kenningum og vandaðri mælingum. Jafnframt telja þau hörgul á rann- 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.