Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 90
TÓBAKSREYKINGAR REYKVÍSKRA UNGMENNA
3. unglingar sem eiga foreldra sem reykja séu líklegri til að reykja,
4. unglingar sem eiga nána vini sem reykja séu líklegri til að reykja.
AÐFERÐ
Þátttakendur
Rannsóknin náði til allra reykvískra unglinga sem skráðir voru í 9. bekk vorið 1994,
en það voru 1430 nemendur. í rannsókninni þetta vor (mars) tóku þátt 1293 nem-
endur, 656 stúlkur (51%) og 637 piltar (49%), sem er um 90% svörun. Unglingunum
var síðan fylgt eftir ári síðar í 10. bekk (janúar) og náðist þá í 1103 nemendur, sem
er um 85% af þeim sem náðist í árið áður, þar af voru 536 piltar (49%) og 567
stúlkur (51%). Síðasta gagnasöfnun fór fram haustið 1996 (nóvember) þegar flestir
unglingarnir voru komnir á annað ár í framhaldsskóla eða út á vinnumarkað. Þá
náðist til 928 þeirra, eða um 72% af þeim sem náðist í fyrsta árið, þar af voru 431
piltur (46%) og 497 stúlkur (54%). I úrvinnslu voru eingöngu notaðir spurning-
arlistar þeirra sem til náðist í öll þrjú skiptin sem gögnum var safnað og svöruðu
öllum þáttum þess hluta rannsóknarinnar sem hér er til umfjöllunar. Fjöldi þeirra
var 642, þar af voru 281 piltur (44%) og 361 stúlka (56%).
Framkvæmd
Spurningarlisti, sem fjallar meðal annars um neyslu ýmissa efna, svo sem tóbaks,
áfengis og hass, reykingar foreldra og vina, auk uppeldishátta foreldra, var lagður
fyrir unglingana á skólatíma í mars 1994, í janúar 1995 og í nóvember 1996. Þeir
unglingar sem ekki voru í skóla árið 1996 eða höfðu ekki mætt í skólann þegar
könnunin var lögð þar fyrir, voru boðaðir sérstaklega í Háskóla íslands í lok nóv-
ember og síðan aftur í desember. Ákveðið var að fara þá leið að styðjast við mat
unglinganna á uppeldisháttum í stað þess að fá mat foreldra eða bæði unglinga og
foreldra. Þessari leið fylgja þeir augljósu ókostir að hlið foreldranna kemur ekki
fram og því erfitt að ganga úr skugga um að ástandið sem unglingurinn lýsir á
heimilinu sé raunverulegt. Á hinn bóginn fylgja þessari leið ýmsir kostir. Líklegt er
að foreldrar hefðu tilhneigingu til að fegra uppeldisaðferðir sínar sem skekkti nið-
urstöður og gerði alla túlkun erfiðari (sjá til dæmis Lamborn o.fl. 1991). Þá er hætt
við því að þeir foreldrar sem síst sinna uppeldishlutverki sínu svöruðu ekki spurn-
ingarlistunum, skökk mynd fengist og brottfall yrði meira. Með því að leggja
spurningarlistann fyrir unglingana á skólatíma næst hins vegar til mun breiðari
hóps unglinga sem endurspeglar þýðið betur.
Mælingar
Spurningarlistinn um tóbaksreykingar unglinga byggir á kvarða sem notaður er í
samvinnuverkefni Evrópulanda en sá kvarði er byggður á mælitækjum frá Banda-
ríkjunum að miklu leyti (Þóroddur Bjarnason 1994). í öll skiptin sem könnunin var
lögð fyrir svöruðu unglingarnir m.a. spurningunni: „Ef þú reykir hvað reykir þú þá
venjulega margar sígarettur á dag?" Svarmöguleikar voru: Ég reyki ekki sígarettur,
88