Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 90

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 90
TÓBAKSREYKINGAR REYKVÍSKRA UNGMENNA 3. unglingar sem eiga foreldra sem reykja séu líklegri til að reykja, 4. unglingar sem eiga nána vini sem reykja séu líklegri til að reykja. AÐFERÐ Þátttakendur Rannsóknin náði til allra reykvískra unglinga sem skráðir voru í 9. bekk vorið 1994, en það voru 1430 nemendur. í rannsókninni þetta vor (mars) tóku þátt 1293 nem- endur, 656 stúlkur (51%) og 637 piltar (49%), sem er um 90% svörun. Unglingunum var síðan fylgt eftir ári síðar í 10. bekk (janúar) og náðist þá í 1103 nemendur, sem er um 85% af þeim sem náðist í árið áður, þar af voru 536 piltar (49%) og 567 stúlkur (51%). Síðasta gagnasöfnun fór fram haustið 1996 (nóvember) þegar flestir unglingarnir voru komnir á annað ár í framhaldsskóla eða út á vinnumarkað. Þá náðist til 928 þeirra, eða um 72% af þeim sem náðist í fyrsta árið, þar af voru 431 piltur (46%) og 497 stúlkur (54%). I úrvinnslu voru eingöngu notaðir spurning- arlistar þeirra sem til náðist í öll þrjú skiptin sem gögnum var safnað og svöruðu öllum þáttum þess hluta rannsóknarinnar sem hér er til umfjöllunar. Fjöldi þeirra var 642, þar af voru 281 piltur (44%) og 361 stúlka (56%). Framkvæmd Spurningarlisti, sem fjallar meðal annars um neyslu ýmissa efna, svo sem tóbaks, áfengis og hass, reykingar foreldra og vina, auk uppeldishátta foreldra, var lagður fyrir unglingana á skólatíma í mars 1994, í janúar 1995 og í nóvember 1996. Þeir unglingar sem ekki voru í skóla árið 1996 eða höfðu ekki mætt í skólann þegar könnunin var lögð þar fyrir, voru boðaðir sérstaklega í Háskóla íslands í lok nóv- ember og síðan aftur í desember. Ákveðið var að fara þá leið að styðjast við mat unglinganna á uppeldisháttum í stað þess að fá mat foreldra eða bæði unglinga og foreldra. Þessari leið fylgja þeir augljósu ókostir að hlið foreldranna kemur ekki fram og því erfitt að ganga úr skugga um að ástandið sem unglingurinn lýsir á heimilinu sé raunverulegt. Á hinn bóginn fylgja þessari leið ýmsir kostir. Líklegt er að foreldrar hefðu tilhneigingu til að fegra uppeldisaðferðir sínar sem skekkti nið- urstöður og gerði alla túlkun erfiðari (sjá til dæmis Lamborn o.fl. 1991). Þá er hætt við því að þeir foreldrar sem síst sinna uppeldishlutverki sínu svöruðu ekki spurn- ingarlistunum, skökk mynd fengist og brottfall yrði meira. Með því að leggja spurningarlistann fyrir unglingana á skólatíma næst hins vegar til mun breiðari hóps unglinga sem endurspeglar þýðið betur. Mælingar Spurningarlistinn um tóbaksreykingar unglinga byggir á kvarða sem notaður er í samvinnuverkefni Evrópulanda en sá kvarði er byggður á mælitækjum frá Banda- ríkjunum að miklu leyti (Þóroddur Bjarnason 1994). í öll skiptin sem könnunin var lögð fyrir svöruðu unglingarnir m.a. spurningunni: „Ef þú reykir hvað reykir þú þá venjulega margar sígarettur á dag?" Svarmöguleikar voru: Ég reyki ekki sígarettur, 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.