Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 96
TÓBAKSREYKINGAR REYKVÍSKRA UNGMENNA
þeim finnst foreldrar viðurkenna sig sem persónur með því að virða skoðanir
þeirra, tilfinningar og athafnir. Vinstra megin á meðfylgjandi mynd má sjá að 41%
unglinga afskiptalausra foreldra, 24% unglinga skipandi foreldra og 18% unglinga
eftirlátra foreldra reykir á móti 7% unglinga leiðandi foreldra.
Unglingar eru líklegri til að reykja ef þeim finnst foreldrar sýna sér litla viður-
kenningu (32% á móti 15% reykir). Að vísu eru þessi tengsl á mörkum marktektar.
Loks eru unglingar líklegri til að reykja ef nánustu vinir þeirra reykja án tillits til
uppeldishátta og reykinga foreldra þeirra (73% á móti 8% reykja). Ekki koma fram
marktæk tengsl á milli reykinga foreldra og reykinga unglinga þegar áhrifum ann-
arra breytna er stjórnað.
Millitíma forspá 14-17 ára
Sérstakur áhugi var á að kanna hvort uppeldishættir foreldra, reykingar foreldra og
reykingar vina við 14 ára aldur spáðu fyrir um hvort unglingar sem ekki reyktu 14
ára væru byrjaðir að reykja við 17 ára aldur. Þeir 14 ára unglingar sem ekki voru
byrjaðir að reykja voru því athugaðir sérstaklega með tilliti til þessa. í þessum hópi
voru alls 185 unglingar sem skiptust þannig á milli uppeldisflokka: afskiptalausir
(58), skipandi (26), eftirlátir (21) og leiðandi (80).
A sama hátt og fyrr var aðhvarfsgreining hlutfalls notuð til að athuga hvort
áhrif breytnanna á reykingar unglinga eru marktækar þegar áhrifum hinna breytn-
anna er stjórnað. í aðhvarfsgreiningunni var leiðandi uppeldisflokkurinn notaður
sem viðmiðunarflokkur og hinir uppeldisflokkarnir þrír bornir saman við hann.
Engin samvirkni milli frumbreytna kom fram. Niðurstöður er að finna í Töflu 4.
Tafla 4 Aðhvarfsgreining hlutfalls. Tóbaksreykingar unglinga við 17 ára aldur eftir uppeldisháttum og reykingum foreldra og vina við 14 ára aldur (n=185)
Mæling 14 ára fi Staðal- villa Wald df OR
Uppeldisflokkar 6,8+ 3
Afskiptalausir 1,17 0,52 5,0* 1 3,2
Skipandi 1,43 0,61 5,6* 1 4,2
Eftirlátir 0,81 0,72 1,2 1 2,2
Viðurkenning 1,09 0,43 6,4* 1 3,0
Reykingar foreldra 1,14 0,44 6,7** 1 3,1
Reykingar vina 0,69 0,56 1,5 1 2,0
Fasti -3,51 0,58 36,6 1
+ p<0,08, * p<0,05, *» p<0,01
94