Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 97

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 97
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, LEIFUR GEIR HAFSTEINSSON Jafnvel þótt einungis sé tekið mið af unglingum sem ekki reykja 14 ára gamlir tengjast uppeldishættir (á mörkum marktektar) og reykingar foreldra við 14 ára aldur því hvort unglingarnir eru byrjaðir að reykja við 17 ára aldur. Eins og sjá má í Töflu 4 eru þeir unglingar, sem við 14 ára aldur reykja ekki og meta foreldra sína afskiptalausa (35% reykja 17 ára) eða skipandi (35% reykja 17 ára), líklegri til að reykja við 17 ára aldur en unglingar leiðandi foreldra (12% reykja 17 ára). Þessi tengsl koma fram óháð því hvort foreldrar og vinir reykja eða ekki og óháð því hvort þeir telja foreldrana sýna sér litla eða mikla viðurkenningu. Hægra megin á Mynd 1 er yfirlit yfir hlutfall þeirra 17 ára unglinga sem reykja en reyktu ekki 14 ára gamlir eftir uppeldisháttum. í Töflu 4 má einnig sjá að unglingar sem telja foreldra sýna sér litla viður- kenningu við 14 ára aldur eru líklegri til að reykja við 17 ára aldur en hinir (31% á móti 12% reykja). Loks eru unglingar sem ekki reykja 14 ára gamlir líklegri til að reykja við 17 ára aldur ef foreldrar þeirra reykja þegar þeir eru 14 ára (32% á móti 13% reykja). Athygli vekur að reykingar vina við 14 ára aldur segja ekki til um líkur á því hvort unglingar sem ekki reyktu 14 ára reyki við 17 ára aldur. UMRÆÐA Ein mikilvægasta niðurstaða okkar er sú að unglingar leiðandi foreldra virðast býsna vel verndaðir gegn því að taka þá áhættu að byrja að reykja í samanburði við unglinga skipandi, eftirlátra og afskiptalausra foreldra. Leiðandi foreldrar setja ákveðin mörk og útskýra þau fyrir börnum sínum, en leita um leið eftir sjónarmið- um þeirra og veita þeim mikla hlýju og stuðning. Niðurstöður okkar benda til að 14 ára unglingar leiðandi foreldra séu ólíklegri til að reykja en (a) unglingar eftirlátra foreldra sem segjast búa við hvatningu og stuðn- ing en ekki ákveðin mörk, (b) unglingar skipandi foreldra sem telja sig búa við boð og bönn og (c) unglingar afskiptalausra foreldra sem segjast hvorki búa við reglur né njóta stuðnings foreldra og hlýju. Þá er athyglisvert að þessi tengsl koma fram óháð því hvort foreldrar eða vinir reykja. Svipaðar niðurstöður koma fram þegar skoðað er hvernig uppeldishættir við 14 ára aldur tengjast því hvorl unglingar, sem ekki voru byrjaðir að reykja 14 ára, væru byrjaðir að reykja 17 ára. Þeir sem lýstu foreldrum sínum sem leiðandi voru ólíklegri til að vera byrjaðir að reykja 17 ára en þeir sem töldu foreldra sína afskiptalausa eða skipandi. Þessi niðurstaða um tengsl á milli uppeldishátta foreldra við 14 ára aldur unglinganna og reykingar þeirra einu til þremur árum síðar eru afar athyglisverðar, ekki síst fyrir það að þeir unglingar sem verst eru staddir í þessu samhengi, þ.e. þeir sem reykja 14 ára gamlir, eru ekki hafðir með í þessum hluta tölfræðilegrar úrvinnslu. Þessi millitíma niðurstaða rennir stoðum undir gildi rannsóknar okkar, annars vegar að því leyti að hún bendir til þess að uppeldishættir foreldra hafi áhrif á hvort unglingur byrjar að reykja, sem er í samræmi við niðurstöðu Steinberg, Lamborn og félaga (1994). Hins vegar veitir hún meira öryggi við að túlka niður- stöður innan tíma við 14 ára aldur á þann hátt að leiðandi uppeldishættir hafi þau áhrif að unglingar reyki síður. 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.