Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 104
STARFSNÁM í FRAMHALDSSKÓLANUM
Sjávarútvegurinn bar ægishjálm yfir aðrar atvinnugreinar og gerir að verulegu leyti
enn og sterk borgarastétt hinna iðnlærðu stétta náði ekki fótfestu hér eins og í
Evrópu.
NÚGILDANDI LÖG UM FRAMHALDSSKÓLANN
OG STAÐA STARFSNÁMSINS
I lögum um framhaldsskóla frá 1996 segir svo í annarri grein um hlutverk fram-
haldsskóla:
Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda svo að þeir
verði setn best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Framhaldsskól-
inn býr nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám. Framhaldsskólinn
skal leitast við að efla ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og utnburð-
arlyndi netnenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýn-
inni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til stöðugr-
ar þekkingarleitar.
í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu er enn frekar hnykkt á þeirri áherzlu
sem leggja skal á starfsmenntun þegar skrifað stendur: „Starfsnám á framhalds-
skólastigi verði forgangsverkefni í skólamálum." (Nefttd um mótun menntastefim
1994:66). Þetta þarfnast útskýringar. Fram kemur í skýrslunni eins og víðast annars
staðar þar sem fjallað er um framhaldsskólastigið að aðsókn í starfsnám er mjög
lítil, eða aðeins einn af hverjum fjórum sem sækja um í framhaldsskóla. Er það
miklu minni aðsókn en í Evrópu þar sem 45-70% ungmenna fara í slíkt nám. Þótt
boðið sé upp á tveggja ára starfsnámsbrautir af ýmsu tagi sækja ungmenni þær
ekki. Þau, sem velja þessar brautir, halda mörg áfram og ljúka jafnframt stúdents-
prófi. Skortur er á fólki í ýmsar iðngreinar og sérhæfð handverksstörf en ekki tekst
að virkja nemendur til að sækja nám í þeim. Af þessum orsökum leggur nefndin til
að starfsmenntabrautir af ýmsu tagi verði sérstaklega efldar til að laða nemendur
að þessu námi og uppfylla þörf atvinnulífsins fyrir menntað vinnuafl í þessum
starfsgreinum.
HVERJAR ERU ORSAKIR
LÍTILLAR AÐSÓKNAR í STARFSNÁM?
Á þessum tillögum nefndarinnar eru ýmsir meinbugir. í álitsgerðinni er tekið fram
(bls. 67) að nám í framhaldsskólum erlendis, sem búi fólk undir störf í atvinnu-
lífinu, sé mun fjölbreyttara en hér á landi. Þá ber á að líta að atvinnulíf í nágranna-
löndunum er einnig mun fjölbreyttara en hér, hefur meiri skírskotun til ungs fólks
en hér gerist, enda um háþróuð iðnríki að ræða; iðnaður er þeim það sem fiskurinn
er okkur. Einnig segir (bls. 67): „Helsta skýring þessa misvægis milli bóknáms og
starfsnáms er vafalaust sú, að það er mun dýrara að halda uppi verknámi í skólum
en bóknámi, en verknám er oftast að stórum hluta verklegt."
Kostnaður við verknám hefur alla tíð verið Þrándur í Götu verknáms á íslandi
og - ef eitthvað er - fer sú fjárþröng verknámsins vaxandi. í skjóli almennrar mark-
102