Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 104

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 104
STARFSNÁM í FRAMHALDSSKÓLANUM Sjávarútvegurinn bar ægishjálm yfir aðrar atvinnugreinar og gerir að verulegu leyti enn og sterk borgarastétt hinna iðnlærðu stétta náði ekki fótfestu hér eins og í Evrópu. NÚGILDANDI LÖG UM FRAMHALDSSKÓLANN OG STAÐA STARFSNÁMSINS I lögum um framhaldsskóla frá 1996 segir svo í annarri grein um hlutverk fram- haldsskóla: Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda svo að þeir verði setn best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Framhaldsskól- inn býr nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám. Framhaldsskólinn skal leitast við að efla ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og utnburð- arlyndi netnenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýn- inni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til stöðugr- ar þekkingarleitar. í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu er enn frekar hnykkt á þeirri áherzlu sem leggja skal á starfsmenntun þegar skrifað stendur: „Starfsnám á framhalds- skólastigi verði forgangsverkefni í skólamálum." (Nefttd um mótun menntastefim 1994:66). Þetta þarfnast útskýringar. Fram kemur í skýrslunni eins og víðast annars staðar þar sem fjallað er um framhaldsskólastigið að aðsókn í starfsnám er mjög lítil, eða aðeins einn af hverjum fjórum sem sækja um í framhaldsskóla. Er það miklu minni aðsókn en í Evrópu þar sem 45-70% ungmenna fara í slíkt nám. Þótt boðið sé upp á tveggja ára starfsnámsbrautir af ýmsu tagi sækja ungmenni þær ekki. Þau, sem velja þessar brautir, halda mörg áfram og ljúka jafnframt stúdents- prófi. Skortur er á fólki í ýmsar iðngreinar og sérhæfð handverksstörf en ekki tekst að virkja nemendur til að sækja nám í þeim. Af þessum orsökum leggur nefndin til að starfsmenntabrautir af ýmsu tagi verði sérstaklega efldar til að laða nemendur að þessu námi og uppfylla þörf atvinnulífsins fyrir menntað vinnuafl í þessum starfsgreinum. HVERJAR ERU ORSAKIR LÍTILLAR AÐSÓKNAR í STARFSNÁM? Á þessum tillögum nefndarinnar eru ýmsir meinbugir. í álitsgerðinni er tekið fram (bls. 67) að nám í framhaldsskólum erlendis, sem búi fólk undir störf í atvinnu- lífinu, sé mun fjölbreyttara en hér á landi. Þá ber á að líta að atvinnulíf í nágranna- löndunum er einnig mun fjölbreyttara en hér, hefur meiri skírskotun til ungs fólks en hér gerist, enda um háþróuð iðnríki að ræða; iðnaður er þeim það sem fiskurinn er okkur. Einnig segir (bls. 67): „Helsta skýring þessa misvægis milli bóknáms og starfsnáms er vafalaust sú, að það er mun dýrara að halda uppi verknámi í skólum en bóknámi, en verknám er oftast að stórum hluta verklegt." Kostnaður við verknám hefur alla tíð verið Þrándur í Götu verknáms á íslandi og - ef eitthvað er - fer sú fjárþröng verknámsins vaxandi. í skjóli almennrar mark- 102
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.