Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 110
STARFSNÁM í FRAMHALDSSKÓLANUM
grunnskólans en í þróaðra formi. Sem dæmi má nefna bíla- og hjólaviðgerðir, vefn-
að, fatahönnun, siglingar og sjómennsku, rafsuðu,1 auk hinna fjölmörgu listgreina
og handíða. Því fer fjarri að slíkt nám geti kallast starfsmennt né að það veiti nokk-
ur starfsréttindi á vinnumarkaði. Það eykur hins vegar fjölbreytnina í viðfangs-
efnunum og skiptir máli fyrir einstakling sem á nýrri öld býr við meiri frítíma en
vinnutíma og þarf á víðtækum þroska að halda til að nýta hann ekki síður en
vinnutímann.
LOKAORÐ
Þrátt fyrir það að starfs- og verknám skuli hafa forgang við endurskoðun á mark-
miðum framhaldsskólastigsins, virðist þróun og straumar í þjóðfélaginu benda til
þess að ekki takist að ná þessu markmiði. Stjórnvöld menntamála hafa jafnframt ver-
ið þess vanmegnug að veita fé til þessa náms enda er það til muna dýrara en
bóknám á þessu aldursstigi. Æskufólk virðist einnig eiga erfiðara með að marka sér
lífsstefnu fyrir tvítugsaldur jafnt persónulega sem í námi, enda þjóðfélagið öllu
flóknara og ógagnsærra en áður var, þegar núverandi skólakerfi var mótað. Mjög
margar starfsgreinar eru að flytjast á háskólastig, gamlar greinar breytast og nýjar
myndast þar sem meiri grunnmenntunar er krafizt en áður var. Því er niðurstaðan
sú að starfsmenntun í framhaldsskóla sé á undanhaldi en áfram verði kenndar ýms-
ar verk- og listgreinar sem viðbót við bóknámið eða sem uppbyggilegt leikninám
fyrir þá sem standa illa í almennu bóknámi - en hvorugt námið gefi starfsréttindi.
1 Rafsuða er mjög vinsæl námsgrein meðal nemenda við Menntaskólann á Egilsstöðum. (Einn þýzkukennara
skólans kennir áfangann í bílskúr á kvöldin og komast færri að en vilja.)
108