Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 14
Forgangsréttur strandríkisins til fiskveiða. Því leysir Genfarsamningurinn ekki úr því viðfangs- efni að veita okkur sérréttindi eða einkaréttindi til fisk- veiða á íslenzka landgrunninu, heldur skapar hann ein- ungis takmarkaða lögsögu til fiskivemdar þar. Eftir er þá þrautin þyngri: sú að ná fram ákveðnum forréttindum til fiskveiða utan landhelginnar, sem aðrar þjóðir njóta ekki. Er þá málið allt komið af hinu fiskifræðilega stigi yfir á það efnahagslega, og ný viðhorf sköpuð. Flestum mun vera vel kunnugt um stefnu okkar í því máli á undan- förnum árum og er því óþarfi að rekja þar atburði í löngu máli. Verður því þó ekki neitað, að þetta er annað höfuð- viðfangsefnið, ásamt fiskiverndarsjónarmiðunum, sem ég hefi þegar getið. A Genfarráðstefnunni mætti það sjónarmið takmörk- uðum skilningi, að nauðsyn væri að veita strandrikinu for- gangsrétt til fiskveiða undir vissum kringumstæðum. örl- ar hvergi á því sjónarmiði í Genfarsamningunum fjórum, sem ráðstefnan samþykkti. Sendinefnd Islands lagði þó mikla áherzlu á að fá forgangsrétt strandríkisins til fisk- veiða viðurkenndan og varð nokkuð ágengt. Var tillaga Islands um málið svohljóðandi: „Þar sem svo stendur á, að þjóð er yl'irgnæfandi háð fiskveiðum með ströndum fram vegna afkomu sinnar eða efnahagsþróunar og' nauðsynlegt reynist að takmarka heildarveiði að þvi er telcur til fiskistofns eða stofna á svæði, sem er áfast við strandsjóinn, þá skal strandríkið hafa forgangsréttindi til veiða, þegar svo stendur á, að því marki, sem það er nauðsynlegt vegna þess, hversu ríkið er háð fiskveiðum. Komi til ágreinings getur sér- hvert riki, sem hagsmuna hefur að gæta, beitt ákvæð- um 57. gr.“. Tillaga þessi var samþykkt í nefnd, en felld á ailshex*jar- funai ráðstefnunnar. Þess í stað náði tillaga frá Suður- Afríku samþykki, sem mun skemmra gekk en sú islenzka. Var hún svohljóðandi: 12 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.