Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 24
íslenzkar sakhæfisreglur. Meginreglurnar um sakhæfi eru í 15. og 16. gr., sbr. einnig 17. gr. alm. hgl. Eru þar greindar forsenöur þess, að sökunaut sé hlíft við refsingu af andlegum heilsu- farsástæðum Frá fornu fari hefur verið talið sjálfsagt sanngirnismál, að einungis þeim sé refsað, sem bera nokk- urt skyn á eðli verknaðar og afleiðingar. Er það sögulega byggt á hinni rótgrónu meginreglu refsiréttarins um frelsi viljans til að velja og hafna og hæfileika skynsem- innar til að greina milli þess, sem er rétt og rangt. Hver sem tilgangur refsingar er talinn, endurgjald eða varn- aður, kemur út á eitt. Refsing sem slík getur ekki borið árangur, ef sakhæfi skortir að þessu leyti. Ef 15. gr. þykir eiga við, verður refsingu elcki beitt, og á þá að sýkna sökunaut af refsikröfu, sbr. 62. gr. alm. hgl. Er þá tvennt til. Dómari getur gripið til ýmissa ann- arra viðurlaga, t. d. öryggisgæzlu, hælisvistar, réttinda- sviptingar o. s. frv. Ástæða til beitingar slíkra viðurlaga er að verulegu leyti tillitið til öryggis og verndar almenn- ings og sökunautar sjálfs. 1 62. gr. eru nefnd ýmis þau úrræði, er gripa rná til, og er öryggisgæzla þeirra veiga- mest. Ilún er ótímabundin og henni þá aðeins beitt, að nauðsynlegt þyki vegna réttaröryggis. I hæstaréttardóm- um íslenzkum hef ég einungis fundið 3 mál frá gildistöku alm. hgl. 19/1940, þar sem öryggisgæzla hefur verið dæmd (Hrd. XX, 291; XXI, 253; XXII, 356). Varðandi hið sið- asta af þessum málum skal þó tekið fram, að meðferð þess i Hæstarétti tók efnislega aðeins til kröfu um lausn úr gæzlu, er dæmd hafði verið í aukarétti Reykjavíkur nokkrum árum áður. Stundum þykir nægilegt að dæma sökunaut í aðra vægari hælis- eða sjúkrahúsvist. Má þar einkum nefna áfengissjúklinga, er gerzt hafa sekir um afbrot. Samkvæmt Tölfræðihandbók Hagstofu Islands 1967 (töflu 276) voru 12 dæmdir í öryggisgæzlu og hælis- vist í sakadómi Reykjavíkur á árunum 1948—1964. Á hinn bóginn getur til þess komið, að engum viðurlögum 22 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.