Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 27
hennar. x) Þó getur svo atvikazt, að þarna beri nokkuð á milli. Ástæðan er oftast sú, að geðlæknar hafa verið í vafa um niðurstöðu og ekki treyst sér til að fullyrða um sjúkdóminn. Þá er venja að gefa úrskurðinn „ikke sinn- syk“. Dómarinn verður hins vegar að fylgja meginregl- unni in dubio pro reo og sýknar því, ef forsendur úr- skurðarins leiða í ljós, að vafi hefur verið um geðheil- hrigði sakbornings. x) Skoðanir hafa verið skiptar í Nor- egi um sönnunarbyrðina að þessu leyti. Norska refsilaga- nefndin sagði í greinargerð frá 1922 um þetta mál, að gera yrði ráð fyrir andlegri heilbrigði, unz hið gagnstæða væri sannað. Það var m. a. rökstutt með því, að það gæti ekki verið sakborningi í hag að vera úrskurðaður geð- veikur, jafnvel þótt hann með því slyppi við refsingu. Gegn þessu má færa þau rök, að í sumum tilfellum er slíkur úrskurður sakborningi tvímælalaust 1 hag, t. d. ef verknaður varðar lífláti. Enda er algengt, að sakborning- ar geri sér upp geðveiki, þegar svo mikið er í liúfi. En aðalrökin, er tefla má fram, eru þau, að sé maður ósak- hæfur, er litið svo á, að sök hafi aldrei orðið til og sökunautur eigi því að vera sýkn saka. Það er gagnstætt réttarhugmvndum okkar að sakfella mann, ef verulegur vafi er á um sök hans; aðeins grunur eða likur fyrir sök hans. Norska reglan virðist í fljótu bragði hafa ýmislegt sér til ágætis fram yfir þá íslenzku. Mjög er það erfitt fyrir lækna hvað þá fyrir dómara að segja til um andlegt ástand sökunautar á þeim tíma, er brot var framið. Hlýtur þar oft að koma til hæpin ályktun af ástandi hans á rann- sóknartímabilinu og lýsingu sökunautar sjálfs á sálar- ástandi sinu. Stundum er þó við lýsingu vitna að styðj- ast. Sjaldnast vill þó svo vel til, að læknir hafi fylgzt með andlegu heilbrigðisástandi sökunautar, áður en hann íramdi brotið. Erfiðleikarnir aukast enn, ef reyna á að x) Johs. Andenæs, Almennelig strafferett, bls. 262. Tímarit lögfræðinga 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.