Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 46

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 46
dæmi. Ymsar fróðlegar upplýsmgar um starfsemi lögfræð- ingafélaga á Norðurlöndum koma fram í síðastnefndri grein. M. a. er sagt frá hinni merku bókaútgáfu, sem danska lögfræðingafélagið kom á fót fyrir nokkrum ár- um (Juristforbundets forlag) og sams konar forlagi Lög- fræðingafélags Finnlands. Einnig er drepið á launamál og ýmsa þjónustustarfsemi, sem lögfræðingafélögin hafa með höndum fyrir félagsmenn sína. Þá er skýrt frá fjölgun lögfræðinga í fyrrgreindum 4 löndum. Kemur í ljós, að i Svíþjóð óttast menn offjölgun lögfræðikandídata og legg- ur Lögfræðingafélag Svíþjóðar til, að fjöldi lagastúdenta verði takmarkaður (þó að undangenginni frekari athug- un). 1 Danmörku hafa menn sömuleiðis nokkrar áhyggj- ur af fjölgun lögfræðinga. Aftur á móti benda likur til, að í Noregi verði bráðlega mikill skortur á lögfræði- menntuðum mönnum. Finnar hafa rannsakað aðsókn að lagaskólum og þörf fyrir lögfræðinga. Hjá þeim er um nokkra aukningu að ræða, en ekki svo að til vandræða horfi. Loks er í grein þessari sagt, að það hafi orðið að sam- komulagi, að lögfræðingafélögin fjögur mæli með, að nor- ræn embættispróf i lögfræði hljóti gagnkvæma viður- kenningu, þannig að kandídatspróf frá háskóla í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð veiti jafnan rétt til lögfræðilegra starfa í sérhverju hinna fjögurra rikja. Þetta er stórmerk tillaga og verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort hún verður að lögum. Vilja þá lögfræð- ingar á Islandi ekki fá að vera með líka og fax-a að „praktísera“ í Svíþjóð eins og læknarnir? Ég álit nauðsynlegt, að íslenzkir lögfræðingar fylgist betur með því, sem er að gerast í félagsmálum löglærðra annars staðar á Norðurlöndum. Af því má mikið læra. Hér að framan hefur ekki verið drepið á nema sum af þeim málum, sem lögfræðingafélögin láta sig varða. En margra verkefna er ógetið, svo sem námskeiða í ^Tnsurn sérgreinum lögfræðinnar. Lögfi’æðingafélag Finnlands 44 Timarit löqfræðinqa

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.