Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 56
84/1933. Kröfur stefnanda voru því teknar til greina að fullu og stefndu gert að hefja greiðslu dagsekta að liðn- um aðfararfresti. Þá voru og stefndu dæmdir til greiðslu máiskostnaðar. Dómur Bþ. 1. júní 1965. Ráðskonukaup. J krafði T um greiðslu ráðskonukaups að fjárhæð kr. 271,000,00 með 8% vöxtum á ári frá 20. október 1962 til greiðsludags, en til vara annarrar lægri fjárhæðar að mati dómsins auk vaxta og málskostnaðar. Stefndi, T, krafðist sýknu og málskostnaðar. Stefnandi fékk gjafsókn í málinu og stefndi gjaf- vörn. 1 aðilaskýrslu, sem J staðfesti fyrir dómi, segist hún hafa verið ráðskona hjá T frá vori 1950 til 10. febrúar 1962, en þann dag hafi T rekið hana fyrirvaralaust og ástæðulaust úr ráðskonustöðunni. Krafðist J kaups, kr. 2,000,00 á mánuði í 136 mánuði, eða alls kr. 272,000,00. Þar frá dró J kaupgreiðslur alls kr. 900,00 og fékkst þann- ig stefnufjárhæðin. I áðurnefndri aðilaskýrslu sagði J, að hún hefði unnið öll venjuleg heimilisstörf hjá T, t. d. alveg séð um mats- eld á heimilinu, annazt alla þjónustu, svo sem þvotta, og ennfremur hafi hún séð um venjulega hreinsun á íbúð- um þeim, sem hún og T hefðu búið i á hverjum tima. Hún hafi ekki fengið neitt kaup hjá T allan þann tíma, er hún hafi gegnt ráðskonustörfum hjá T, en hins vegar fengið bæði fæði og húsnæði. I þrjú eða fjögur skipti hafi T þó látið hana hafa kr. 300,00 í peningum. Fyrir dómi sag'ði J m. a., að aðilar hafi trúlofazt og hafið bú- skap. Sagði J, að ekki hafi verið rætt sérstaklega um kaup, er hún hafi byrjað vinnu hjá T, en hún kveðst hafa viljað fá kaup, en T neitað að greiða það. T sagði, að J hefði dvalið nokkuð á heimili hans á ár- 54 Tímcirit lönfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.