Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 57
unum 1950—1962 en þó mjög slitrótt. T neitaði því, að J hefði unnið fyrir hann ráðskonustörf og hélt þvi fram, að til þess hefði hún ekki verið fær af heilsufarsástæð- um. Studdi T sýknukröfu sína þeim rökum, að stopul dvöl J hjá honum sannaði ekkert um, að J hefði unnið ráðskonustörf hjá T, enda verði skýrslur J sjálfrar ekki lagðar til grundvallar, og engin vitni hafi getað borið um störf hennar eftir eigin kynningu af þeim. Hélt T þvi sérstaklega fram, að aðilar hefðu engan samning gert um nein ráðskonustörf og, að T hefði aldrei lofað að greiða J neitt kaup. Dómari málsins taldi ekki sannað, hversu lengi samtals J hefði dvalið hjá T á tímabilinu 1950—1962, en sam- kvæmt gögnum málsins þótti dómara verða að leggja til grundvallar skýrslu stefnda að þessu leyti þess efnis, að J hefði verið hjá T samtals í 45 mánuði. T var talinn eiga sönnunarbyrði um það, að J hefði ekki unnið ráðs- konustörf á þeim tima, sem J var á sama heimili og hann. Sú sönnun hafi T ekki tekizt. Seg'ir í forsendum dómsins, að byggja verði niðurstöðu málsins á þeirri reglu íslenzks réttar, sem eigi stoð i fordæmum, að sambýliskonur eigi rétt á ráðskonukaupi eftir aðstæðum, án tillits til samn- inga um slíkt kaup. Við ákvörðun fjárhæðar þyki eiga að laka tillit til þess, til lækkunar, að J hafi verið talin a. m. k. 75% öryrki allan þann tíma, sem um ræðir í málinu. Samkvæmt því þótti hæfilegt ráðskonukaup til J fyrir áðurgreint tímabil vera kr. 60,000,00, Þá var og T gert að greiða J vexti, sem miðaðir voru við stefnubirtingar- dag í málinu þ. e. 30. október 1962, til greiðsludags. Lögmaðurinn G hafði i upphafi verið skipaður til að flytja málið fyrir J. Dómsmálaráðuneytið samþykkti síð- ar að G yrði að eigin ósk leystur frá starfi þessu og var jafnframt ákveðið, að lögmaðurinn S tæki starfann á hendur. Sá lögmaður gerði við munnlegan flutning máls- ins þá kröfu, að þóknun til þeirra beggja lögmannanna yrði ákveðin i einu lagi og varð dómari við því. Þóknun Tímarit lögfræðinga 55

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.