Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 66

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 66
sagt upp starfi hjá stefnda, heldur hafi hún þegjandi horfið úr starfi. Stefndi hafi ekki vitað betur, en að stefn- andi hafi heimt heilsu sína aflur hinn 1. ágúst 1962, enda hafi læknis'vottorð þau, sem stefnandi hafði þá verið búin að afhenda ekki bent til annars. Það hafi ekki verið hlut- verk stefnda að leita uppi læknisvottorð um heilsu stefn- anda. Þeim gögnum hafi henni skýlaust borið skylda til að koma á framfæri við stefnda. Einnig hafi stefnanda borið skylda til að hafa fullt samráð við stefnda, ef hún teldi sig þurfa frekari veik- indaleyfi að áliti lækna. Hvort tveggja hafi stefnandi vanrækt. Stefndi virðist skv. dómi þessum, ekki hafa lekið af- stöðu til aðalkröfu stefnanda um fyrri þátt málsins og af forsendum dómsins verður heldur eigi séð, að dómarinn hafi tekið afstöðu til þeirrar aðalkröfu stefnanda sér- staklega. Um varakröfu í fyrri þætti málsins segir í forsendum dómsins svo, að stefnandi hafi hætt starfi 1. júni 1962 vegna veikinda með fullu samþykki stefnda. Hafi þá ekki verið um að ræða slit á ráðingarsamningi stefnanda hjá stefnda. Stefnda hafi ekki borizt uppsögn á þeim samn- ingi frá stefnanda, en með tilkynningu til stefnanda eða umboðsmanns hans í ágústmánuði hafi henni verið tjáð slit á þeim samningi frá 1. ágúst 1962. Verði að telja, að með þeirri tilkynningu hafi stefndi sagt stefnanda upp starfi án frekari fyrirvara. Eins og að framan sé rakið hafi stefnandi verið frá vinnu, fyrst um tíma hálfan daginn síðan að öllu leyti. Læknisvottorð um veikindi hennar hafi stefnda verið af- hent, hið síðasta dagsett 5. júní 1962, en með þvi var stefnanda talin þörf á að dvelja á hæli í 3—4 vikur. Með tilliti til þessa vottorðs hafi orðið að samkomulagi með aðilum, að stefnandi fengi leyfi frá störfum frá 1. þess mánaðar. Stefndi hafi þannig fylgzt með heilsufari stefn- anda og mátti því ætla, að veikindi hennar væru til hindr- 64 Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.