Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 67

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Page 67
unar því, að hún gæti tekið upp starf að nýju. Sá dráttur, sem hafi orðið á þvi að hennar hálfu, að afhenda stefnda áframhaldandi læknisvottorð, eða það sem dagsett var 10. júlí, þótti ekki eins og á stóð vera slik vanefnd á starfs- samningi aðila, að það hafi heimilað stefnda að segja stefnanda upp starfi fyrirvaralaust. Varakrafa þessi var þvi tekin til greina, en þó lækkuð nokkuð af ástæðum sem hér skipta ekki máli. Af því er síðari þátt málsins varðaði, byggði stefnandi kröfu sína á því, að hún hefði verið valin til frekari reynslu til þularstarfsins. Sá reynslutími hafi verið tveir mánuðir og hafi hún alls starfað að því starfi i 200,5 klst. Starfið hafi verið innt af hendi utan þáverandi starfs- tíma hennar hjá stefnda. Taldi stefnandi sig eiga rétt á sérstakri greiðslu fyrir starf þetta, svo sem reglugerðir um vinnutíma opinberra starfsmanna segði til um, svo og með tilliti til venju hérlendis, um að umsækjendur fái kaup fyrir starf sitt á reynslutíma. Fjárhæð aðalkröfunnar var miðuð við tímakaup þula hjá stefnda, þ. e. 60,95 fyrir eftirvinnu og kr. 81,27 fyrir næturvinnu. Stefndi krafðist hér sýknu á þeim forsendum, að stefn- andi hafi verið að kynnast nýju starfi, að eigin ósk, í þeim tilgangi að hljóta ráðningu til starfans, ef hún hefði reynzt bezt hæf til þess af umsækjendum. Henni hafi aldrei verið lofað kaupi og hún hefði mátt vita, að engra launa var von, enda hafi hún ekki sett fram slíka kröfu, fyrr en eftir að önnur hafði hlotið ráðningu til starfans. Stefn- andi hafi algjörlega sjálf ráðið, hve lengi hún sýslaði við þularstarf dag hvern. Hún hafi aldrei verið ein að þessu starfi, heldur jafnan undir eftirliti og ábyrgð einhvers af þulum stefnda, sem nærstaddur hafi verið og þá verið á fullum launum. Hér hafi ekki verið um að ræða reynslu- tíma. Til vara krafðizt stefndi lækkunar, þar sem útreikn- ingur stefnanda á launum fyrir þularstarfið fengi ekki Tímarit lögfræðinga 65

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.