Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 17

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 17
um praktisk monisme, sem e.t.v. felur í sér undanhald frá fræðikenningunni um tvíeðli réttarins, með hliðsjón af reynslu, eða viðurkenningu á nýjum aðstæðum. Hér á landi hefur ekki verið fjallað um þróunina fræðilega en sú áskorun Ragnars Aðalsteinssonar „að láta dualismann lönd og leið á sviði alþjóðlegra mannréttindasamninga og ... beita reglum alþjóðasamninganna um vernd mannréttinda sem landsréttur væri, þannig að þjóðréttarreglur hafi for- gang, ef þeim lýstur saman við ósamþýðanlegar reglur landsréttar“19 slær á sömu strengi. Svo sem rakið hefur verið hér að framan hefur fræðileg umræða og greining dóma reynst erfiðleikum bundin þegar gengið er út frá hinu hefðbundna sjónarmiði um tvöfalt eðli réttarins og réttarheimildafræði sem byggð er á vildarréttarkenningum og sjónarmiðum um fullveldi hvers ríkis í málum á yfirráðasvæði þess. Menn ráku sig á að erfitt var að lýsa réttarástandinu út frá þeim hugtökum og þeim sjónarmiðum sem venjulegt var að ganga út frá. En það má halda því fram að hinar fastmótuðu fræðikenningar hafi stýrt fræðilegri umræðu, þannig að megináherslan hefur ekki verið hvort, hvers vegna og þá hvemig beita á ákvæðum mannréttindasáttmálans og öðrum ákvæðum þjóðréttarsamninga í landsrétti, heldur hvort ákvæðin séu nú „hluti landsréttar“ eða réttarheimild í landsrétti. Ut frá kenningum um tvíeðli réttar- ins leita menn leiða til að gera ákvæðin að landsrétti, án lögleiðingar, til þess að þeim megi beita. Með lögleiðingu er síðan leitast við að gera ákvæðin að reglum innan réttarkerfisins og beita sömu sjónarmiðum um beitingu þeirra og lögskýringu og um aðrar reglur í landsrétti. Breyttar aðstæður kalla á breytta hugtakanotkun og í raun má halda því fram að það sé ekki aðeins kenningin um tvíeðli réttarins sem hefur átt erfitt uppdráttar í breyttu umhverfi, heldur risti vandinn dýpra og breyttar aðstæður geri ljósari en áður var annmarka á hugmyndafræði og útfærslu vildarréttarins sem ráðið hefur ríkjum í norrænum rétti. Eins og bent hefur verið á kalla breyttar aðstæður m.a. á endurskoðun á þeirri réttarheimildafræði sem ráðið hefur ríkjum í íslenskum rétti.20 Að mínu mati verður heldur ekki fram hjá því litið að taka tillit til flóknari aðstæðna og samspils landsréttar og þjóðréttarlegra skuldbindinga en áður var. Nægir hér að vísa til eðlis þjóðréttarreglna og benda á að raunveruleg beiting þjóðréttarreglna í landsrétti verður hvorki skilin né skýrð án þess að sérstakt eðli ákvæðanna sé tekið til athugunar, annars vegar samhengi þjóðaréttar og landsréttar og þær skyldur sem ríki taka á sig við gerð hinna ýmsu alþjóðlegu samninga; hins vegar mismunandi eðli ákvæðanna sjálfra, hvort þeim er ætlað að hafa bein áhrif í landsrétti og hvort þau eru þá orðuð með þeim hætti að 19 Ragnar Aðalsteinsson: „Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar..“, bls. 22-23. 20 „Réttarheimildir og lagatúlkun“. Tímarit lögfræðinga 3. hefti 1990, bls. 129-132. 165
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.