Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Side 19
2.3 Áhrif lögtöku mannrcttindasáttmálans á íslenska réttarframkvæmd Lögtaka er afdráttarlausasta aðlögun ríkis að þjóðréttarlegum skuldbind- ingum, þar sem ákvæðin eru þá í heild tekin í lög og hafa því sama gildi og lög landsins, eftir atvikum stjómskipunarlög. í greinargerð nefndarinnar, sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 62/1994, er ekki sérstaklega rökstutt hvers vegna það var lagt til að sáttmálinn yrði tekinn í almenn lög en ekki stjórnskipunar- lög. Miðað við eðli ákvæðanna standa þau mun nær ákvæðum stjórnarskrár sem sett eru til verndar mannréttindum og eru oft rúmt orðaðar meginreglur sem mjög verður að fylla með skýringu. Vísireglur eins og mannréttinda- ákvæði stjómarskrár og margar meginreglur í Mannréttindasáttmála Evrópu lúta einnig sérstökum skýringarsjónarmiðum og reynir við skýringu slíkra ákvæða meira á sjónarmið sem kalla má pólitísk en eiginlegar lögskýringar- reglur. Um þýðingu þess að mannréttindasáttmálinn er tekinn upp sem almenn lög er ekki að finna frekari leiðbeiningar í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 62/1994 en að líta megi svo á að fyrirmæli eldri laga sem séu ósamrýmanleg ákvæðum sáttmálans falli niður við gildistöku laganna, en að ákvæði laganna yrðu yfirleitt að víkja fyrir yngri lögum.25 Hér er beitt hinni almennu lög- skýringarreglu um að yngri lög gangi fyrir eldri lögum (lex posterior). Til fyllingar þessum leiðbeiningum koma svo sjónarmið þau sem rakin eru í greinargerðinni um efnisákvæði 2. gr. laganna. 2.4 Ákvæði mannréttindasáttmálans hafa lagagildi en úrlausnir stofnana Evrópuráðsins eru ekki bindandi að íslenskum landsrétti Með lögum nr. 62/1994 er þetta tvennt gert: ákvæði mannréttindasáttmálans fá lagagildi samkvæmt 1. gr. laganna en úrlausnir stofnana Evrópuráðsins eru ekki bindandi að íslenskum landsrétti, samkvæmt 2. gr. laganna. í greinar- gerð með frumvarpi til laga nr. 62/1994 er efni 2. gr. sérstaklega áréttað og tekið fram að með lögtöku sé eingöngu mælt fyrir um lögtöku tiltekinna þjóð- réttarsamninga, þannig að það séu eingöngu orð samninganna sem verða hluti íslensks landsréttar. Fordæmi frá Mannréttindanefnd og Mannréttindadómstóli Evrópu verði ekki þar með landslög. Þá segir svo í greinargerð með frum- varpinu:26 Á hinn bóginn má telja sjálfsagt að reikna með að íslenskir dómstólar og stjómvöld hefðu slík fordæmi til leiðsagnar þegar reyna kynni á skýringu einstakra ákvæða laganna. Um skerðingu á sjálfstæði dómstóla og stjórnvalda hér á landi verður engan veginn að ræða af þessum sökum, enda væru þau óbundin af fordæmum og staða þeirra í raun ekki önnur en á ýmsum öðrum sviðum við beitingu íslenskra laga sem 25 Alþt. 1993, A-deild, bls. 800. 26 Alþt. 1993, A-deild, bls. 800-801. 167

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.