Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Side 26
geirs Þorgeirssonar um meint ofbeldi lögreglunnar sneru að mikilvægu málefni og hefðu þann tilgang að hvetja til umræðu og opinberrar athugunar eða rann- sóknar á meintu lögregluofbeldi, var það niðurstaða dómstólsins að rök íslenska ríkisins væru ekki nægilega sterk til að sýna fram á að sú takmörkun á frelsi til að tjá skoðanir sem Þorgeir Þorgeirsson varð fyrir, hefði verið nauðsynleg í lýðræðissamfélagi.37 í ntáli Sigurðar Á. Sigurjónssonar gegn íslandi er vísað til svigrúms ríkisins til mats - en það tekið fram, að þrátt fyrir það svigrúnt, hafi ekki verið sýnt fram á að nægilegar ástæður hafi verið fyrir þeim aðgerðum, sjá um dóm mannréttindadómstólsins í máli Sigurðar Á. Sigurjónssonar gegn Islandi í kafla 4.2.5. 3.2.3 Aðferð Mannréttindadómstóls Evrópu við úrlausn mála í málum þar sem reynir á mat á röksemdum aðildarríkis fyrir aðgerðum sem takmarka þau réttindi sem tryggð eru 'með ákvæðum sáttmálans (einkum í 8.-11. gr. sáttmálans um grundvallarfrelsisréttindi einstaklinga) beitir mann- réttindadómstóllinn yfirleitt mjög svipuðum aðferðum við endurskoðun sína. Greina má ákveðið ferli í úrlausnum dómstólsins, sem er að jafnaði þannig að ef því er slegið föstu að ákvörðun, dómur eða aðstaða stríði gegn grund- vallarréttindum þeim, sem talin eru í 8.-11. gr., leggur dómstóllinn mat á þrjú skilyrði sem talin eru í 2. mgr. þessara greina: a. hvort takmörkun eða skerðing á vernduðum réttindum sé í samræmi við lög eða „mælt í lögum“ (e. in accordance with law) b. hvort með takmörkuninni sé stefnt að lögmætu markmiði (e. legitimate aim) og c. hvort takmörkunin sé nauðsynleg í lýðfrjálsu þjóðfélagi (e. neccessary in a democratic society). Það er sjaldgæft að mannréttindadómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að takmörkun tiltekinna réttinda í landsrétti byggist ekki á lögum, enda yfirleitt lagaheimild fyrir að fara - eða ígildi settra laga.38 Þá er það að jafnaði ekki hlutverk mannréttindadómstólsins að meta hvort lagaheimild sú sem aðildar- ríki vísar til er nægilega skýr. f einstökum tilvikum hefur niðurstaða máls þó oltið á því skilyrði að takmörkunin sé mælt í lögum eða í samræmi við lög. í dómi mannréttindadómstólsins í málinu Kruslin gegn Frakklandi (1990) 37 Þorgeir Þorgeirsson gegn íslandi (dómur 25. júní 1992) Series A vol. 239, einkum fors. 64-69. 38 í Sunday Times niáiinu var það sérstaklega tekið fram. að með skilyrðinu um að takmörkun væri lögmælt væri ekki eingöngu átt við sett lög heldur einnig fastmótaðar reglur coramon law, en lögbann það sem hér um ræddi var byggt á ólögfestum reglum í breskum rétti um vanvirðingu gagnvart dómstólum (contempt of court). Var það talið fara gegn tilgangi sátt- málans og sjónarmiðum sem ráðandi voru við gerð hans, ef óskráðar reglur common law rétt- arkerfa væru ekki lagðar að jöfnu lögum í meginlandsrétti. (Sunday Times málið, Series A vol. 30, fors. 47). 174

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.