Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Side 43
Þorsteinn A. Jónsson er skrifstofustjóri í cLómsmálaráðuneytinu Þorsteinn A. Jónsson: ÁHRIF ALÞJÓÐLEGRA SIÐAREGLNA Á ÍSLENSKA RÉTTARVÖRSLU Dagana 6.-9. júní 1994, var haldin í Kaupmannahöfn 11. norrœna sakfrœði- ráðstefnan. Meðal aðalfyrirlesara þar var William Rentzmann, erflutti erindi sem bar yfirskriftina: „Internationale etiske krav til strajfeprocessuelle og strafferetlige indgreb“. Fyrirlestur hans er birtur á bls. 211-229 í Nordisk Tidsskrif for Kriminalvidenskab, 2. hefti 1994. Greinarhöfundur var annar af tveimur fyrirlesurum um sama efii. Á aðaljundi Sýslumannafélags íslands 20. október 1994 futti greinarhöf- undur erindi sem nefndist „Áhrif alþjóðlegra siðareglna á íslenska réttar- vörslu Grein þessi byggist á þessum tveimur fyrirlestrum og framangreindum fyrir- lestri Williams Rentzmanns. Á sakfrœðiráðstefnunni flutti og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari erindi, sem nefiiist „De internationale menneskerettigheders krav til bevisf0relse“, og birtist það í framangreindu hefii Nordisk Tidsskrifi for Kriminalvidenskab bls. 197-210. 1. UM ALÞJÓÐLEGAR SIÐAKRÖFUR Að gera grein fyrir siðakröfum krefst venjulega heimspekilegrar takmörk- unar á því hvert sé innihald þessara krafna og ekki síst þess að gerð sé grein fyrir mismuninum á siðamati (moral) og siðfræði (etik). Þar sem ég hef ekki þekkingu til að taka þátt í þeirri umræðu, verður hún látin liggja á milli hluta hér. 191

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.