Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Side 51

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Side 51
Þór Vilhjálmsson er hœstaréttardómari, dómari í Mannréttindadómstóli Evrópu og dómari í EFTA-dómstólnum Þór Vilhjálmsson: MANNRÉTTINDI, SÖNNUN OG SÉRSTAÐA BARNA Frásagnir bama eru stundum helstu og jafnvel næstum einu upplýsingarnar, sem fást um alvarleg afbrot. Það er erfitt að ræða við böm um slík mál og erfitt að meta gildi frásagnarinnar, þegar að sönnunarmatinu kemur. Þeir sem unnu að undirbúningi norræna sakfræðaþingsins 1994, vildu vita, hvort al- þjóðlegar mannréttindareglur hefðu myndast á þessu sviði, nánar tiltekið um sönnunarfærslu í málum vegna kynferðisafbrota gagnvart bömum. Reglumar sem hér koma til álita er einkum að finna í þremur alþjóðasáttmálum: Mann- réttindasáttmála Evrópu frá 1950, Samningi Sameinuðu þjóðanna um borg- araleg og stjómmálaleg réttindi frá 1966 og í bamasáttmála sömu stofnunar frá 1989. Upphaf þess að settar voru þjóðréttarreglur um mannréttindi má rekja til síðari heimsstyrjaldarinnar og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem samþykktur var í lok hennar. Réttindaskráin í þessum sáttmálum hvílir á göml- um granni, sem einnig hefur mótað norrænar stjómarskrár og raunar flestar skrifaðar stjórnarskrár allt frá lokum 18. aldar. Þar segir efnislega, að tryggja skuli réttláta málsmeðferð fyrir dómi, og nokkrar setningar sem em til við- bótar, svolítið mismunandi, varða sjaldnast böm. Þó má ekki ljúka þessari umfjöllun með þeirri einföldu fullyrðingu, að þjóðréttarreglur um mannréttindi segi ekkert um sönnunarfærslu í málum út af kynferðisbrotum gegn börnum. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í allmörgum málum þurft að tjá sig um markalínuna milli þess, sem sakaðir menn eiga rétt til, og þess sem gera má til að létta sönnunarfærslu, þegar aðstæður mæla með því að það sé gert, ef til vill á kostnað sakaðs manns. Þessir dómar verða varla skiljanlegir nema baksviðið komi inn í myndina, helstu sjónarmið sem ráða reglunum um sönnun í alþjóðasamningum. Jafnframt verður myndin ljósari, ef fleira sem Sameinuðu þjóðimar og Evrópuráðið hafa látið frá sér fara, er kannað. 199

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.