Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 57
gögn komu fram í málinu en ákærði var sýknaður. í hrd. 1992 1774 var ákærði sakfelldur á grundvelli heildarmats á sakargögnum. Myndband af viðtali sálfræðings við telpuna, sem þá var 8 ára, var lagt fram, og lýsti hún þar atburðum 3 árum fyrr. „Fór viðtalið fram á skrifstofu hans að móðurinni viðstaddri, áður en málið var kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins, og var ekki rætt við telpuna á hennar vegum. Dómari málsins í héraði reyndi ekki að yfirheyra telpuna sjálfstætt eða ræða við hana um ákæruefnið beint eða með aðstoð sérfróðra aðila, og ákærða eða verjanda hans var ekki gefinn kostur á slíku. Má telja þetta til galla á meðferð málsins, einkum að því er varðar skyldu dómarans til sjálfstæðrar skoðunar á málavöxtum...“. Byggt var á myndbandinu og fleiri gögnum, en ekki var gerð krafa af hálfu ákærða um, að bandinu yrði hafnað. í hrd. 1993 906 var byggt á myndbandi af viðtali héraðsdómara við telpuna, sem fram fór á skrifstofu hans í viðurvist móður hennar og sakflytjenda. Áður en málið var dæmt á áfrýjunarstigi voru teknar skýrslur af lögreglumönnum, sem verið höfðu á vettvangi. Ef spurt er, hvort hér sé rétt að farið eftir alþjóðlegum mannréttindareglum, er svarið játandi, en óljóst. Dómar frá Strasbourg, sem fyrr eru raktir, benda til að þar á bæ telji menn ekki heimilt að víkja frá rétti sakaðs manns til að spyrja vitni, ef vitnið er ekki barnið sjálft. Ekki verður fullyrt um það, sem mestu skiptir, hvernig litið verði á skyldu til að leiða barnið sem vitni. í öðrum löndum eru dæmi um sérreglur um vitnaskýrslur bama, og líklegt er, að mannréttindadómstóllinn gerði ekki athugasemdir við þær, nema sérstaklega stæði á. Byggist þetta á því, að vafi sé um þetta atriði, rök með og móti, og því geti ríkið skipað málum að vild innan vissra marka. Ólíklegt er hins vegar, að mannréttindadómstóllinn telji, eins og fram hefur komið í umræðunni á Norðurlöndum, að við skýrslutöku af bömum séu dómstólar óhæfir og að þetta hlutverk sé best komið hjá sérfróðum yfirvöldum. 205

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.