Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 57

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 57
gögn komu fram í málinu en ákærði var sýknaður. í hrd. 1992 1774 var ákærði sakfelldur á grundvelli heildarmats á sakargögnum. Myndband af viðtali sálfræðings við telpuna, sem þá var 8 ára, var lagt fram, og lýsti hún þar atburðum 3 árum fyrr. „Fór viðtalið fram á skrifstofu hans að móðurinni viðstaddri, áður en málið var kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins, og var ekki rætt við telpuna á hennar vegum. Dómari málsins í héraði reyndi ekki að yfirheyra telpuna sjálfstætt eða ræða við hana um ákæruefnið beint eða með aðstoð sérfróðra aðila, og ákærða eða verjanda hans var ekki gefinn kostur á slíku. Má telja þetta til galla á meðferð málsins, einkum að því er varðar skyldu dómarans til sjálfstæðrar skoðunar á málavöxtum...“. Byggt var á myndbandinu og fleiri gögnum, en ekki var gerð krafa af hálfu ákærða um, að bandinu yrði hafnað. í hrd. 1993 906 var byggt á myndbandi af viðtali héraðsdómara við telpuna, sem fram fór á skrifstofu hans í viðurvist móður hennar og sakflytjenda. Áður en málið var dæmt á áfrýjunarstigi voru teknar skýrslur af lögreglumönnum, sem verið höfðu á vettvangi. Ef spurt er, hvort hér sé rétt að farið eftir alþjóðlegum mannréttindareglum, er svarið játandi, en óljóst. Dómar frá Strasbourg, sem fyrr eru raktir, benda til að þar á bæ telji menn ekki heimilt að víkja frá rétti sakaðs manns til að spyrja vitni, ef vitnið er ekki barnið sjálft. Ekki verður fullyrt um það, sem mestu skiptir, hvernig litið verði á skyldu til að leiða barnið sem vitni. í öðrum löndum eru dæmi um sérreglur um vitnaskýrslur bama, og líklegt er, að mannréttindadómstóllinn gerði ekki athugasemdir við þær, nema sérstaklega stæði á. Byggist þetta á því, að vafi sé um þetta atriði, rök með og móti, og því geti ríkið skipað málum að vild innan vissra marka. Ólíklegt er hins vegar, að mannréttindadómstóllinn telji, eins og fram hefur komið í umræðunni á Norðurlöndum, að við skýrslutöku af bömum séu dómstólar óhæfir og að þetta hlutverk sé best komið hjá sérfróðum yfirvöldum. 205
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.