Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 61
fleiri rit og söfn rita, t.d. Ugeskrift for Retsvæsen, væru nú einnig gefin út á slíkum diskum. Formaður bókasafnsnefndar þakkaði síðan fyrir þær bókagjafir sem safninu hafa borist á árinu og sérstaklega höfðinglega gjöf Braga Björnssonar hdl., sem gaf safninu Nordisk Domssamling frá upphafi til þessa dags. Jafnframt var nefnt að aðsókn að safninu hafi aukist verulega. Þannig hafi á árinu 1993 verið skráðir í gestabók safnsins 330 gestir, en 1992 255 gestir. Að lokum óskaði formaður bókasafnsnefndar eftir ábendingum frá félagsmönnum um bókakaup eða um annað sem betur mætti fara. Næst á dagskrá aðalfundarins voru endurskoðaðir ársreikningar fyrir liðið reikningsár. Framkvæmdastjóri félagsins gerði grein fyrir ársreikningunum, en þeir voru sendir út til félagsmanna með ársskýrslu stjómarinnar. Framkvæmda- stjórinn gerði grein fyrir helstu tekjustofnum félagsins, sem eru álögð félagsgjöld og málagjöldin. Fram kom að nettótekjur væru mjög svipaðar og næstu 2 árin á undan, en félagsgjaldið, 22.000 krónur á hvern félagsmann, hefði verið óbreytt frá árinu 1991 og ekki væru áætlaðar breytingar á þessu ári. Innheimta félagsgjaldanna hafi gengið ágætlega en útistandandi félags- gjöld væru lítillega hærri en á sama tíma í fyrra. Framkvæmdastjórinn gerði grein fyrir minnkandi tekjum félagsins vegna málagjalda. Skýringin væri veruleg fækkun þingfestra mála fyrir héraðsdómum landsins. Þá nefndi hann að hækkun á rekstrarkostnaði skrifstofu félagsins um tæplega 400.000 krónur milli ára væri aðallega tilkomin vegna kostnaðar við lögmannaherbergið í Dómhúsinu við Lækjartorg og vegna kaupa á skikkjum á liðnu reikningsári. Væru þessir liðir ekki teknir með hefði rekstrarkostnaður skrifstofunnar í raun lækkað. Þá hafí gerð sjónvarpsþátta um lögfræðileg málefni verið gjaldfærð á árinu 1993. Þá var gerð grein fyrir væntanlegum viðhalds- og viðgerðar- kostnaði á yfirstandandi reikningsári, en til stendur meðal annars að klæða húsið að Álftamýri 9 að utan. í umfjöllun um efnahagsreikning kom fram að veltufé hefði lækkað um rúmlega 1.700.000 krónur og væri skýringin meðal annars bókakaup á árinu, en þó aðallega vegna greiðslna úr Ábyrgðarsjóði L.M.F.Í. Bankainnistæður hefðu lækkað úr 19.800.000 krónum í 8.800.000 krónur, en á árinu hafi orðið laus inneign á bakhjarlsreikningi sem varið var til kaupa á verðbréfum, en liðurinn verðbréf hækkaði úr 20.000.000 króna í 34.700.000 krónur. Um tekjur Námssjóðs L.M.F.f. sagði framkvæmdastjórinn að bókasala hefði minnkað á milli áranna 1992 og 1993, en skýringin á því væri aðallega sú að á árinu 1992 hafi Erfðaréttur eftir Ármann Snævarr verið seldur og auk þess hafi verið mikil sala á bókum á réttarfarsnámskeiðum, sem félagið hélt á því ári. Meginverkefni sjóðsins á yfírstandandi ári væri útgáfa á lögfræðiriti um fulln- ustugerðir eftir Markús Sigurbjörnsson lagaprófessor. í umfjöllun um stöðu Ábyrgðarsjóðs L.M.F.Í. sagði framkvæmdastjórinn meðal annars að greiðslum hefði verið haldið áfram í upphafi ársins 1993 til fyrrum skjólstæðinga tveggja lögmanna, sem orðið höfðu gjaldþrota. Þá kom fram að á síðasta ári hafi fimm lögmenn verið úrskurðaðir gjaldþrota. Búskiptum væri lokið hjá tveimur 209

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.