Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 61

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Qupperneq 61
fleiri rit og söfn rita, t.d. Ugeskrift for Retsvæsen, væru nú einnig gefin út á slíkum diskum. Formaður bókasafnsnefndar þakkaði síðan fyrir þær bókagjafir sem safninu hafa borist á árinu og sérstaklega höfðinglega gjöf Braga Björnssonar hdl., sem gaf safninu Nordisk Domssamling frá upphafi til þessa dags. Jafnframt var nefnt að aðsókn að safninu hafi aukist verulega. Þannig hafi á árinu 1993 verið skráðir í gestabók safnsins 330 gestir, en 1992 255 gestir. Að lokum óskaði formaður bókasafnsnefndar eftir ábendingum frá félagsmönnum um bókakaup eða um annað sem betur mætti fara. Næst á dagskrá aðalfundarins voru endurskoðaðir ársreikningar fyrir liðið reikningsár. Framkvæmdastjóri félagsins gerði grein fyrir ársreikningunum, en þeir voru sendir út til félagsmanna með ársskýrslu stjómarinnar. Framkvæmda- stjórinn gerði grein fyrir helstu tekjustofnum félagsins, sem eru álögð félagsgjöld og málagjöldin. Fram kom að nettótekjur væru mjög svipaðar og næstu 2 árin á undan, en félagsgjaldið, 22.000 krónur á hvern félagsmann, hefði verið óbreytt frá árinu 1991 og ekki væru áætlaðar breytingar á þessu ári. Innheimta félagsgjaldanna hafi gengið ágætlega en útistandandi félags- gjöld væru lítillega hærri en á sama tíma í fyrra. Framkvæmdastjórinn gerði grein fyrir minnkandi tekjum félagsins vegna málagjalda. Skýringin væri veruleg fækkun þingfestra mála fyrir héraðsdómum landsins. Þá nefndi hann að hækkun á rekstrarkostnaði skrifstofu félagsins um tæplega 400.000 krónur milli ára væri aðallega tilkomin vegna kostnaðar við lögmannaherbergið í Dómhúsinu við Lækjartorg og vegna kaupa á skikkjum á liðnu reikningsári. Væru þessir liðir ekki teknir með hefði rekstrarkostnaður skrifstofunnar í raun lækkað. Þá hafí gerð sjónvarpsþátta um lögfræðileg málefni verið gjaldfærð á árinu 1993. Þá var gerð grein fyrir væntanlegum viðhalds- og viðgerðar- kostnaði á yfirstandandi reikningsári, en til stendur meðal annars að klæða húsið að Álftamýri 9 að utan. í umfjöllun um efnahagsreikning kom fram að veltufé hefði lækkað um rúmlega 1.700.000 krónur og væri skýringin meðal annars bókakaup á árinu, en þó aðallega vegna greiðslna úr Ábyrgðarsjóði L.M.F.Í. Bankainnistæður hefðu lækkað úr 19.800.000 krónum í 8.800.000 krónur, en á árinu hafi orðið laus inneign á bakhjarlsreikningi sem varið var til kaupa á verðbréfum, en liðurinn verðbréf hækkaði úr 20.000.000 króna í 34.700.000 krónur. Um tekjur Námssjóðs L.M.F.f. sagði framkvæmdastjórinn að bókasala hefði minnkað á milli áranna 1992 og 1993, en skýringin á því væri aðallega sú að á árinu 1992 hafi Erfðaréttur eftir Ármann Snævarr verið seldur og auk þess hafi verið mikil sala á bókum á réttarfarsnámskeiðum, sem félagið hélt á því ári. Meginverkefni sjóðsins á yfírstandandi ári væri útgáfa á lögfræðiriti um fulln- ustugerðir eftir Markús Sigurbjörnsson lagaprófessor. í umfjöllun um stöðu Ábyrgðarsjóðs L.M.F.Í. sagði framkvæmdastjórinn meðal annars að greiðslum hefði verið haldið áfram í upphafi ársins 1993 til fyrrum skjólstæðinga tveggja lögmanna, sem orðið höfðu gjaldþrota. Þá kom fram að á síðasta ári hafi fimm lögmenn verið úrskurðaðir gjaldþrota. Búskiptum væri lokið hjá tveimur 209
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.