Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 11
Jörundur Guðmundsson er MA í heimspeki og forstöðumaður Háskólaútgáfunnar Jörundur Guðmundsson: REFSINGAR. ÚRRÆÐI ÞESS RÁÐÞROTA?1 i. Heimspekingar ætla fræðigrein sinni gjaman tvíþætt hlutverk. Búa til spum- ingar og reyna þær. Það er miklu sjaldgæfara að þeir ætli sér beinlínis að svara þeim. Ef þeir svara þeim eða leysa torræð vandamál, þá er það í besta falli óvart eða ómeðvitað. Stöku sinnum falla þeir í freistni. Oftar en ekki glíma heimspekingar við vandamál á þann máta að afrakstur verka þeirra verður vel sundurgreint vandamál, þar sem fyrir liggja ljósar spum- ingar og skilgreiningar er liggja opnar fyrir hverjum þeim er takast vill á við þann vanda sem felst í því að mynda sér skoðun. Umfjöllun heimspekinga um refsingar er í engu frábmgðin þessum einföldu einkennum sem ég hef hér lýst. Fyrirbærið hefur um aldabil gengið í gegnum hreinsunareld skilgreininga. Vandinn hefur verið skilgreindur, viðeigandi spurn- inga spurt og hver sú skoðun sem sett hefur verið fram hefur mátt mæta misk- unnarlausri gagnrýni og grandskoðun. Samt mætti ætla að öll þessi umræða hafi nánast verið hjal eitt. Hvers vegna skyldi þetta vera svo og hvað er nákvæmlega átt við? II. Um leið og ég reyni að varpa einhverju ljósi á það hvemig heimspekingar hafa tekist á við viðfangsefnið refsingar í gegnum tíðina þá vil ég reyna að svara þessum spumingum, því ég tel þær mikilvægari málefninu en í fyrstu mætti ætla. 1 Grein þessi er byggð á erindi sem höfundur flutti á Dómsmálaþingi 1995. 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.