Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 13
verður að gæta þess að virða rétt sérhvers sem afplánað hefur refsingu til að
vera álitinn heiðvirður eða saklaus.
Hinn almenni og yfirlýsti tilgangur refsinga er að vama lögbrotum og því
marki verður ekki náð með því að ákvarða hegningu sem flestir myndu kjósa
sér. Ótti við refsingar er ekki eina ástæðan fyrir löghlýðni, en svo virðist sem
menn sneiði stundum hjá lögbrotum af ótta við refsinguna sem kann að fylgja
á eftir. Af þessu má þó ekki ætla, að í hvert sinn sem refsing er tekin út þyki
viðkomandi afplánun hennar miður. Þannig er það lrka refsing t.d. að greiða
sekt þó svo að við gerum það fúslega, því við kunnum að telja sektina réttláta.
Þetta er mikilvægt atriði því sérhver sem brotið hefur lög á rétt til refsingar.
Þrátt fyrir að okkur sé ekki tamt að skoða málið frá þeirri hlið þá er afplánun
refsingar hvers þess sem til sektar ftnnur nauðsynleg til þess að viðkomandi geti
hlotið uppreisn æru sinnar. Sérhverri siðferðisveru er það nauðsyn.
Við gerum almennt þann greinarmun í tali um refsingar að skilja á milli
refsinga sem löggjafi leggur á herðar afbrotamönnum annars vegar og þeirra er
foreldrar leggja t.d. bömum sínum á herðar hins vegar. Síðamefnda atriðið er í
raun ekki annað en ráðning og á raunar lítið skylt við refsingar í þeim skilningi
sem hér er til umfjöllunar. En ég nefni þennan greinarmun vegna þess að slíkar
refsingar em mótandi fyrir hugmyndir flestra manna og skilning á refsingum
sem stofnun í samfélaginu.
Ofangreind upptalning þjónar ekki öðmm tilgangi en þeim að afmarka
lítillega hvað við er átt þegar við tölum um refsingar og minnir á einstaka þætti
sem hafa verður í huga þegar tekist er á við þau rök sem fyrirferðarmest eru
þegar leitað er réttlætingar fyrir refsingum. Snúum okkur nú að þeim.
III.
í meginatriðum má segja að menn skipi sér í tvo hópa eftir afstöðu sinni til
refsinga. Annars vegar em svonefndir gjaldstefnumenn, hins vegar nytjastefnu-
menn. Eitt helsta einkenni gjaldstefnunnar er sú áhersla er hún leggur á sekt og
málagjöld og eðli sínu samkvæmt þá lítur hún aftur til afbrotsins sem framið
var, refsingunni til réttlætingar og afneitar því að afleiðingar hennar, gagnlegar
eða aðrar, hafi nokkur tengsl við réttlætingu til að bera.
Nytjastefnan krefst þess hins vegar að refsing geti aðeins verið réttlætt fyrir
tilstilli þess er afleiðingar hennar hafa í för með sér og þá einkum þess góða,
sem um leið vegur upp á móti því illa sem felst í því að leggja þjáningu á herðar
mönnum.
Annars vegar er því gjaldstefnan sem lítur til fortíðarinnar og leitar rétt-
lætingar með tilvísun til verknaðarins sem framinn var, hins vegar er nytja-
stefnan er lítur til framtíðarinnar og réttlætir sín viðhorf með tilvísun til afleið-
ingarinnar er refsingin leiðir af sér.
Gjaldstefnan lítur svo á að sérhvert samfélag byggi á grundvallarreglum sem
settar séu í þeim tilgangi að viðhalda sáttmála einhverrar gerðar, manna í
millum, sem hefur það að meginmarkmiði að varðveita gagnkvæman rétt og
7