Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 14
öryggi þeirra. Á þetta fellst nytjastefnumaðurinn líka. Þetta eru því meginrökin fyrir því að refsingar eru til, vegna þess að slíku samkomulagi verður ekki viðhaldið ef þeir sem ekki hlíta þessum reglum eru látnir óáreittir. Það er vissulega engin sanngirni í þvf að þeir sem ekki hlíta lögum og reglu beri meira úr býtum en þeir sem eru dyggðugir og það jafnvel á kostnað þeirra síðar- nefndu. Samkvæmt þessu þá felst framkvæmd laga í því að refsa fyrir illar athafnir og ósiðferðilegar, í þeim tilgangi að viðhalda almennu réttlæti í staðinn. Flestir gjaldstefnumenn eru þeirrar skoðunar að refsing hafi siðferðilegt gildi óháð öllum öðrum áhrifum er hún kann að hafa. I þessu felst að heimurinn sé að einhverju leyti betri, ef þeim sem illgjamir eru, er gert að þjást. Þess vegna vilja menn oftast nær líta á gjaldstefnuna sem hefnigjama afstöðu. Gjaldstefnunni til málsbóta hafa menn þó viljað tilgreina það grundvallar- ákvæði hennar að ávallt beri að koma í veg fyrir refsingu þeirra sem saklausir era. En góður ásetningur hennar hrekkur skammt hér. Hvemig á að vera hægt að tryggja að saklausum sé ekki refsað. Sú staðreynd, að við höfum engin algild lögmál eða viðmið til þess að ákvarða sekt, hefur og mun sjálfsagt alla tíð leiða til þess að saklausir taka út refsingu fyrir mistök. Einn veigamikill þáttur í réttlætingu gjaldstefnunnar á refsingum era svo- kölluð málagjöld. Samkvæmt þessu viðhorfi þá hæfir hverri sök ákveðin refs- ing eða málagjöld. Það sem meira er; með þessu er sterklega gefið til kynna að um eitthvert innra samband sé að ræða milli afbrots og refsingar. Verknaðurinn einn verður nægjanleg réttlæting fyrir refsingunni. En þessi hugmynd fær fráleitt staðist. Hér er í raun verði að dufla við hina aldagömlu tilvísun: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Það verður engin réttlæting fyrir refsingum byggð á þessu viðhorfi, því hverjum og einum er minnstu tilraun gerir til þess að skoða hvað þetta viðhorf felur í sér, hlýtur að verða ljóst að það að gjalda líku líkt gengur aldrei upp. Það er engan algildan mælikvarða að fínna á viðeigandi refsingar í hverju einstöku tilfelli og því næsta vafasamt að álykta um tilvist innra sambands milli afbrots og refsingar. Tilfelli kynferðisafbrotamannsins eitt og sér nægir til þess að sýna fram á fjarstæðu þessa viðhorfs. Við getum einfald- lega spurt: Á að nauðga nauðgaranum? Nytjastefnumaðurinn telur, rétt eins og gjaldstefnumaðurinn, að það sé rétt- lætanlegt að refsa fyrst og fremst þar sem þau lög og reglur sem við höfum sett okkur eru til þess gerð að skapa okkur mannsæmandi líf í samfélagi hvert við annað. Framfylgni þessara laga hefur það að markmiði að koma í veg fyrir breytni þeirra manna er ekki vilja hlíta þeim og auka þar með á óöryggi og óhamingju annarra samfélagsþegna. En hér verður að hafa í huga að slík lög era ekki sett til þess að menn fái réttláta refsingu gjörða sinna heldur til að koma í veg fyrir að þær athafnir sem við teljum óæskilegar eigi sér stað. Önnur helstu rök nytjastefnumannsins fyrir refsingum era þau að af refsing- unni hljótist eða kunni að hljótast góðar afleiðingar. Og það sé fyrst og fremst í ljósi þeirra sem unnt sé að réttlæta þær. Réttlætingar nytjastefnumannsins era þrenns konar: 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.