Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 14
öryggi þeirra. Á þetta fellst nytjastefnumaðurinn líka. Þetta eru því meginrökin
fyrir því að refsingar eru til, vegna þess að slíku samkomulagi verður ekki
viðhaldið ef þeir sem ekki hlíta þessum reglum eru látnir óáreittir. Það er
vissulega engin sanngirni í þvf að þeir sem ekki hlíta lögum og reglu beri meira
úr býtum en þeir sem eru dyggðugir og það jafnvel á kostnað þeirra síðar-
nefndu. Samkvæmt þessu þá felst framkvæmd laga í því að refsa fyrir illar
athafnir og ósiðferðilegar, í þeim tilgangi að viðhalda almennu réttlæti í staðinn.
Flestir gjaldstefnumenn eru þeirrar skoðunar að refsing hafi siðferðilegt gildi
óháð öllum öðrum áhrifum er hún kann að hafa. I þessu felst að heimurinn sé
að einhverju leyti betri, ef þeim sem illgjamir eru, er gert að þjást. Þess vegna
vilja menn oftast nær líta á gjaldstefnuna sem hefnigjama afstöðu.
Gjaldstefnunni til málsbóta hafa menn þó viljað tilgreina það grundvallar-
ákvæði hennar að ávallt beri að koma í veg fyrir refsingu þeirra sem saklausir
era. En góður ásetningur hennar hrekkur skammt hér. Hvemig á að vera hægt
að tryggja að saklausum sé ekki refsað. Sú staðreynd, að við höfum engin algild
lögmál eða viðmið til þess að ákvarða sekt, hefur og mun sjálfsagt alla tíð leiða
til þess að saklausir taka út refsingu fyrir mistök.
Einn veigamikill þáttur í réttlætingu gjaldstefnunnar á refsingum era svo-
kölluð málagjöld. Samkvæmt þessu viðhorfi þá hæfir hverri sök ákveðin refs-
ing eða málagjöld. Það sem meira er; með þessu er sterklega gefið til kynna að
um eitthvert innra samband sé að ræða milli afbrots og refsingar. Verknaðurinn
einn verður nægjanleg réttlæting fyrir refsingunni. En þessi hugmynd fær
fráleitt staðist. Hér er í raun verði að dufla við hina aldagömlu tilvísun: Auga
fyrir auga, tönn fyrir tönn. Það verður engin réttlæting fyrir refsingum byggð á
þessu viðhorfi, því hverjum og einum er minnstu tilraun gerir til þess að skoða
hvað þetta viðhorf felur í sér, hlýtur að verða ljóst að það að gjalda líku líkt
gengur aldrei upp. Það er engan algildan mælikvarða að fínna á viðeigandi
refsingar í hverju einstöku tilfelli og því næsta vafasamt að álykta um tilvist
innra sambands milli afbrots og refsingar. Tilfelli kynferðisafbrotamannsins eitt
og sér nægir til þess að sýna fram á fjarstæðu þessa viðhorfs. Við getum einfald-
lega spurt: Á að nauðga nauðgaranum?
Nytjastefnumaðurinn telur, rétt eins og gjaldstefnumaðurinn, að það sé rétt-
lætanlegt að refsa fyrst og fremst þar sem þau lög og reglur sem við höfum sett
okkur eru til þess gerð að skapa okkur mannsæmandi líf í samfélagi hvert við
annað. Framfylgni þessara laga hefur það að markmiði að koma í veg fyrir
breytni þeirra manna er ekki vilja hlíta þeim og auka þar með á óöryggi og
óhamingju annarra samfélagsþegna. En hér verður að hafa í huga að slík lög era
ekki sett til þess að menn fái réttláta refsingu gjörða sinna heldur til að koma í
veg fyrir að þær athafnir sem við teljum óæskilegar eigi sér stað.
Önnur helstu rök nytjastefnumannsins fyrir refsingum era þau að af refsing-
unni hljótist eða kunni að hljótast góðar afleiðingar. Og það sé fyrst og fremst
í ljósi þeirra sem unnt sé að réttlæta þær. Réttlætingar nytjastefnumannsins era
þrenns konar:
8