Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 18
ekki vegna þess að það veldur öðrum sársauka. Það getur þess vegna verið rétt að hárreita Nonna til þess að koma honum í skilning um þetta. Með þessu eflum við samúðarskilning viðkomandi í þeirri von að tilhugsunin um að meiða aðra valdi honum sársaukakennd. Ef þessi sársaukakennd verður til þess að hann forðast grimmd og rangindi gagnvart öðrum, þá er tilganginum náð. Án slíks samúðarskilnings er hætt við að refsing geri ekki annað en að herða menn og efla þeim hyggindi til þess að forðast viðurlög afbrota. Á sama hátt lærir Nonni að reita hár systur sinnar þegar mamma sér ekki til, hann lærir því aðeins að beita hyggindum sínum til þess að geta haldið áfram uppteknum hætti. Urræðaleysi okkar í uppeldi barna, þar sem við vísum sífellt til refsinga fyrir rangindi án tilvísunar til skilnings á því hvað það er að vera sjálfur beittur rangindum, elur á og viðheldur þeim fomeskjulegu viðhorfum og rökleysum til réttlætingar refsingum sem sífellt ganga aftur í umræðunni um refsingar. 12

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.