Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Síða 24
Við beitingu heimildarinnar í 57. gr. a almennra hegningarlaga verður dóm-
arinn að varast þrennt. í fyrsta lagi má óskilorðsbundinn hluti refsivistardóms
ekki fara fram úr þremur mánuðum.4 í öðru lagi verður ekki beitt saman
skilorðsbundnu varðhaldi og óskilorðsbundnu fangelsi. Loks verður fésekt því
aðeins dæmd með refsivist, að refsivistin, hvort sem um er að ræða varðhald
eða fangelsi, verði skilorðsbundin í heild sinni. Heimild til að dæma fésekt
samhliða skilorðsbundinni refsivist er hins vegar óháð því hvort fésekt liggi við
broti sem dæmt er út af, sbr. 2. mgr. hins tilvitnaða ákvæðis.
Astæður skilorðsákvörðunar geta verið margar og er mat þar um alfarið lagt
í hendur dómstóla. Segja má að grundvöllur skilorðsbindingar sé helst til staðar
þegar brotamaður er ungur að árum eða hefur ekki áður gerst sekur um
refsilagabrot. Leiða þessar ástæður hvor um sig oftar til skilorðsdóms en aðrar
einstakar ástæður skilorðsákvörðunar. Við mat á því hvað telst ungur aldur í
þessu tilliti má hafa hliðsjón af 1. tölulið 1. mgr. 56. gr. almennra hegningar-
laga, en samkvæmt því ákvæði er saksóknara ríkisins heimilt að beita ákæru-
frestun út af brotum sem unglingar, eins og segir í ákvæðinu, á aldrinum 15 til
21 árs hafa framið.5 Því yngri sem brotamaður er því meiri eru líkurnar á því að
refsing verði skilorðsbundin og þá í heild sinni. Mjög ungur aldur brotamanns
hefur þá sérstöðu sem ástæða skilorðsákvörðunar, að hann leiðir öðrum
skilorðsástæðum fremur til þess að skilorðsbindingu sé beitt að fullu þegar um
alvarlegri sakarefni er að ræða.6 Að því er sakarferil varðar er skilorðsbinding
refsingar auðvitað ekki bundin við það að brotamaður hafi ekki áður gerst sekur
um refsiverða háttsemi. Þannig er ekki óalgengt að skilorðsbinding styðjist við
þá staðreynd, að brotamaður hafí ekki áður gerst sekur um brot á almennum
hegningarlögum7 eða þá að hann hafi ekki áður unnið til refsivistar.8 Þá má
einnig finna dæmi þess, að um rök fyrir skilorðsbindingu refsivistar sé vísað til
þess, að brotamaður, sem þegar hefur hlotið refsivistardóm, hafí ekki áður gerst
sekur um samskonar brot og dæmt er um með seinni refsivistardómi, til að
mynda auðgunarbrot.9 Má þá segja að komið sé að endimörkum hins mögulega
en þó ber þess að gæta, að við skilorðsástæðu af þessu tagi yrði að líkindum
aðeins stuðst í dómi sem fyllingarástæðu, það er samhliða öðrum skilorðs-
ástæðum. Sérstakt tilvik er að finna í H 1990 632, en þar er skilorðsbinding
meðal annars grundvölluð á því, að refsingu ákærða hefði mátt ákveða með
hliðsjón af 1. mgr. 256. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ef hann hefði
ekki áður sætt refsingu fyrir auðgunarbrot, svo vitnað sé beint í dóminn.
4 Sjá í þessu sambandi H 1993 1809.
5 í H 1986 448 sýnist skilorðsbinding meðal annars hafa grundvallast á aldri ákærðu K, en
hún var 21 árs er hún framdi brot þau sem um var dæmt í málinu.
6 Vísa má um þetta til H 1987 700 og H 1992 605, en að þessum dómum hefur þegar verið
vikið stuttlega.
7 Sjá t.d. H 1989 319 og H 1990 224.
8 Sjá t.d. H 1988 1500, H 1990 251 og H 1993 789.
9 Sjá H 1993 248.
18