Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 25
Áherslan hér lýtur að umfangi brotsins, en fjölmörg dæmi eru um skilorðs-
bindingu þegar sakbomingur telst hafa unnið til refsivistar en brot þykir smá-
vægilegt. Ohæfilegur dráttur á meðferð máls sem sakbomingi verður ekki um
kennt hefur í seinni tíð orðið tilefni skilorðsbindingar og má þar nefna H 1990
636, H 1993 147, Hrd. frá 23. febrúar 1995 í málinu nr. 462/1994 og Hrd.
frá 30. nóvember 1995 í málinu nr. 263/1995.10 Sem dæmi um aðrar ástæður
skilorðsbindingar samkvæmt dómaframkvæmd má nefna ýmsar aðstæður brota-
manns svo sem skerta heilsu, örorku og takmarkaðan andlegan þroska hans,* 11
svo og röskun sem orðið hefur á stöðu hans og högum og rakin verður til
brots.12 Undir þetta kann að falla, að brotamaður hafi sjálfur orðið fyrir
heilsutjóni er hann framdi hinn refsiverða verknað sinn. Hár aldur sakbomings
getur einnig orðið til þess, að dómur sé skilorðsbundinn. Þá hefur jákvæð
breytni brotamanns eftir framningu brots oft stuðlað að skilorðsbindingu. Má í
því sambandi nefna greiðslu fébóta til þess eða þeirra sem brot hefur beinst
gegn,13 svo og að ákærði hafi ekki síðan gerst sekur um refsivert lögbrot.14 Að
því er varðar greiðslu fébóta má finna dæmi þess að greiðsla þeirra eftir
uppkvaðningu héraðsdóms en skömmu fyrir dómtöku málsins í Hæstarétti hafi
ásamt aðstæðum brotmanns leitt til skilorðsbindingar á tildæmdri refsivist, sbr.
H 1993 301. Loks má nefna, að mild afstaða brotaþola til þess er brot framdi,
sem til að mynda lýsir sér í því að brotaþoli gerir hvorki refsi- né bótakröfu á
hendur brotamanni, kann ásamt öðram ástæðum að leiða til þess að
skilorðsbindingu verði beitt.
Ekki verður skilið við umfjöllun um skilorðsdóma án þess að vikið sé að 60.
gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt því ákvæði skal, þegar rannsókn er
hafin út af nýju broti áður en skilorðstíma lýkur, taka bæði málin til meðferðar
og dæma þau í einu lagi, og á það við hvort sem um skilorðsrof er að ræða eða
10 í H 1990 636 er skilorðsbinding grundvölluð á drætti sem varð á rekstri máls fyrir dómi
fram að útgáfu ákæru. Um rök fyrir skilorðsbindingu í H 1993 147 og hæstaréttardómi frá 23.
febrúar 1995 er vísað til óhæfilegs dráttar sem varð á rekstri þessara mála hjá embætti
ríkissaksóknara og í báðum dómunum er skírskotað í því sambandi til 1. mgr. 6. gr.
Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. nú lög nr. 62/1994. f tengslum við umfjöllun um þá ástæðu
skilorðsbindingar sem hér um ræðir má nefna H 1987 1434, H 1988 1500 og H 1989 966.
11 Sjá H 1989 181 ogH 1992 222.
12 Sjá H 1991 1776 og H 1992 363.
13 Sjá H 1987 1434, H 1989 628, H 1991 802, H 1993 192 og hæstaréttardóm frá 9.
nóvember 1995 í málinu nr. 257/1995.
14 Sjá H 1987 1434, H 1988 1202, H 1989 319 og H 1989 966. Að því er varðar aðra
jákvæða framgöngu sakbornings eftir framningu brots og skilorðsbindingu refsivistar á þeim
grunni má nefna H 1987 1434 (ákærði játaði greiðlega brot sín), H 1988 207 (ákærði leitaði
sér lækninga við drykkjusýki, var í vinnu og hafði ekki fallið til fyrra horfs), H 1988 1202
(ákærði játaði brot sín greiðlega og skilaði því sem hann tók án eftirgangsmuna), H 1989 343
og H 1989 352 (ákærði skýrði greiðlega frá málsatvikum) og H 1993 192 (ákærði gaf sig af
sjálfsdáðum fram við yfirvöld og viðurkenndi brot sín og upplýsti þau).
19