Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 29
Erlendur S. Baldursson er deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun ríkisins Erlendur S. Baldursson: NOKKRAR HUGLEIÐINGAR UM ÞYNGD REFSINGA OG AFSTÆÐI TÍMANS1 i. Ég mun í þessu stutta erindi mínu halda mig aðallega við refsivist þegar ég ræði um refsingar og þyngd þeirra. Einnig mun ég koma lítillega inn á nýjar refsileiðir, sem er náskylt því efni sem hér er rætt. Það þekkja allir Línu Langsokk og sögurnar um hennar mörgu og furðulegu uppátæki. Hún kom einhvers staðar frá Suðurhafseyjum ef ég man rétt og átti nokkuð erfitt með að venjast nýju lífi í nýjum heimi. Lína var heilluð af allskonar nýjum hugtökum sem hún ekki þekkti og hlutum sem hún aldrei hafði séð. Einstaklingshyggjan var rík í Línu og hana langaði því sjálfa að búa til nýtt hugtak, hún hugsaði stíft. Eftir nokkra stund kom orðið. Orðið var Spúnkur. En Lína lét ekki þar við sitja, nú vildi hún líka eignast Spúnk. Hún hafði tekið eftir því að fólk fór inn í verslunina í þorpinu og bað kaupmanninn um ýmsa hluti og fékk þá afgreidda. Línu langaði að prufa þetta líka. Hún fór því inn í verslun og bað kaupmanninn um Spúnk. Það fór fyrir kaupmanninum eins og hægt var að búast við hann vissi nefnilega ekki hvað Spúnkur var. Reyndar vissi enginn hvað Spúnkur var, það var sem sé enginn Spúnkur til nema í hugarfylgsnum Línu og því var ekki hægt að hjálpa henni. Mér dettur þessi saga stundum í hug þegar fólk almennt er að tala um refsivist og þyngd refsinga. Það er algengt að heyra fólk segja að þessi eða hinn refsidómurinn sé allt of vægur. Ekki síst þegar rætt er um refsingar fyrir brot eins og kynferðisbrot, ofbeldisbrot eða fíkniefnabrot. Þessi umræða hefur af og l Hér er birt erindi sem höfundur, Erlendur S. Baldursson, flutti á Dómsmálaþingi 1995. 23

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.