Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 33
hverju ári sitja all margir í fangelsi fyrir slík brot eingöngu. í dag afplánar t.d. iðnaðarmaður samtals 13 mánaða fangelsisrefsingu samkvæmt þremur refsi- dómum fyrir réttindaleysi við akstur. Við yfirheyrslur hjá lögreglu segist hann hafa verið að aka til og frá vinnu sinni. Þetta er hans fimmta afplánun á átta árum fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt tíðkanlegri refsiframkvæmd mun hann væntanlega sitja af sér 2/3 hluta af refsingunni nú. Reiknað er með því að hver fangelsismánuður kosti um 250.000 kr. Afplánun þessa manns kostar því ríkissjóð tæplega 2,2 milljónir króna. Annar maður, tæplega sjötugur lauk afplánun fyrr á þessu ári. Hann var dæmdur til 7 mánaða refsivistar samkvæmt tveimur dómum fyrir sams konar brot. Afbrot hans voru þau að hann í fyrra skiptið ók bíl sínum sviptur ökuréttindum frá sundlaug í Reykjavík og heim. I seinna skiptið ók hann frá heimili sínu og í heimsókn til nágranna. Þessi maður fékk reyndar reynslulausn eftir að hafa afplánað helming af ofangreindum dómum. Samanlagður kostn- aður við afplánun þessara tveggja manna er því um 3 milljónir króna. Fleiri shk dæmi væri hægt að nefna. Nú ætla ég hvorki að afsaka háttalag þessara tveggja manna né halda því fram að dómar þessir hafi verið of þungir. Þeir eru kveðnir upp af reyndum og virtum dómurum, sem dæma samkvæmt lögum og tíðkanlegri réttarvenju og vísa í niðurstöðum sínum til þess að brotin hafi verið marg ítrekuð. Ekki er því við dómarana að sakast. Annað mál er svo hvort slíkar refsingar geti talist skynsamlegar í lok 20. aldarinnar þegar tekið er mið af þeim kostnaði sem skattborgaramir verða fyrir og þeirri röskun sem slík refsing hefur í för með sér fyrir afbrotamanninn og þá sem næst honum standa. Við slík brot finnst mér vel kom til greina að beita eingöngu öðrum viðurlögum en refsivist. Fangelsisrefsing er reyndar þrátt fyrir allt þyngsta refsing sem hægt er að dæma menn til og það eru vissulega rök fyrir því að hún eigi illa við í þeim tilvikum þar sem afbrotið er eingöngu það að aka eigin ökutæki. Ég geri mér þó vel grein fyrir því að þetta er ekki einfalt mál ef um miklar ítrekanir er að ræða. m. I erindi þessu hef ég lítið hætt mér út í þá umræðu hvort refsingar hér á landi séu almennt þungar eða ekki. Miðað við helstu nágrannalöndin verða þær að teljast eðlilegar þó munur sé á milli í einstökum brotaflokkum. Frekar hef ég reynt að lýsa því að þyngd refsinga mæld í tíma er flókið fyrirbæri. Ekki er þó hægt að láta hjá líða að minnast á það að almenn hegningarlög eru frá 1940. Margir eru mér væntanlega sammála um að full ástæða sé til þess að endurskoða ýmis ákvæði þeirra meir en gert hefur verið, miðað við breytta tíma. Það sama gildir einnig um ýmis sérrefsilög svo sem ég hef lítillega vikið að hér að framan. Það er alls ekki sjálfgefið að sömu viðurlagategundir séu líklegar til árangurs nú á tímum og áður fyrr og gildir þá einu hvort rætt er um almenn eða sérstök vamaðaráhrif refsinga. 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.