Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 40
4. ER DÓMÞOLILÁTINN LAUS ÚR FANGELSIÁÐUR EN REFSITÍM- INN ER LIÐINN? Venjan er sú í fyrrnefndum löndum, að fangi er látinn laus til reynslu gegn ákveðnum skilyrðum, áður en öll refsingin hefur verið afplánuð, allt frá því, að hann hefur afplánað 1/3 hluta refsingarinnar til þess, að 2/3 hlutar refsitímans eru liðnir. Þá geta náðun og sakaruppgjöf að sjálfsögðu einnig leitt til þess, að fangi verði látinn laus. Nefna má, að í Noregi er fangi ekki látinn laus, fyrr en hann hefur afplánað 2/3 refsitímans. I Englandi er fangi, sem dæmdur hefur verið í allt að 12 mánaða fangelsi, undantekningarlaust látinn laus eftir 6 mánuði. Þar er einnig er veitt reynslulausn, þegar dæmt hefur verið fangelsi frá einu ári upp í fjögur, eftir að helmingur refsitímans hefur verið afplánaður. I þessu sambandi má nefna, að samkvæmt ársskýrslu Fangelsismálastofnunar ríkisins fyrir árið 1994 voru 63% þeirra fanga, sem veitt var reynslulausn á því ári, látnir lausir á helmingi, en 37% eftir 2/3 refsitímans. Árið 1993 var hlutfallið milli helmings og 2/3 næstum því jafnt, árið 1992 voru tæp 57% reynslulausna á helmingi og 43% á 2/3, árið 1991 var hlutfallið milli helmings og 2/3 nánast hið sama og árið 1990 var veitt reynslulausn á helmingi í liðlega 61% tilvika og þar af leiðandi tæplega 39% tilvika eftir 2/3. Samkvæmt því hefur sú meginregla 40. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, að fangi skuli ekki látinn laus, fyrr en eftir að hann hefur afplánað 2/3 refsitímans, orðið að lúta í lægra haldi fyrir undantekningarreglunni um, að fanga skuli láta lausan eftir helming refsitímans og þá einungis, ef sérstaklega stendur á. Ef farið væri að gildandi lögum, þ.e. einungis veitt reynslulausn á helmingi, ef sérstaklega stendur á, ætti að mínu mati aðeins að beita undantekningarákvæðinu að hámarki í 10% tilvika. Með þessari framkvæmd er dómsvaldið í raun skert umfram það, sem lög heimila. Má ætla, að framkvæmdin haft orðið á þennan veg vegna húsnæðisskorts í fangelsum landsins, en fram kom á þinginu, að þetta er verulegt vandamál víða um lönd. Með auknu fangelsisrými verður þó að að gera ráð fyrir, að meðferð þessara mála breytist til samræmis við lögin. I umræðum kom fram, að dómarar í mörgum löndum hafa talsverðar áhyggjur af því, að fangar eru látnir lausir löngu áður en þeir hafa afplánað refsingu sína. Voru meira að segja uppi sjónarmið um, að í Ijósi þessarar staðreyndar, væri eina úrræði dómara að þyngja hreinlega dóma sína, þar sem þeir vissu fyrirfram, að hinn dæmdi yrði hvort eð er látinn laus, eftir að hafa afplánað aðeins t.d. helming þeirrar refsivistar, sem dæmd hefði verið. 5. HVER ER HÁMARKSREFSING EFTIRTALINNA BROTATEGUNDA OG HVER ERU DÆMIGERÐ VIÐURLÖG VIÐ ÞEIM: a) Manndráp b) nauðgun c) innbrotsþjófnaður í heimahús að næturlagi d) dreifing á 1 kg af heróíni? Fyrir aðildarþjóðimar var lagt að svara annars vegar, hver væri hámarksfang- elsisrefsing fyrir tilteknar brotategundir og hins vegar, hver væri hin dæmigerða 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.