Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 44
en lægri en í Svíþjóð. Þá erum við lægri en Finnar og Svíar í refsingum fyrir þjófnaðarbrot, örlítið hærri en Norðmenn, en á sama báti og Danir. Að lokum erum við talsvert lægri en Norðmenn og Svíar í refsingum fyrir alvarleg fíkniefnabrot, en ívið hærri en Danir. Að lokum má nefna, að á þingi Alþjóðasambands dómara árið 1992 var fjallað um samfélagsþjónustu sem viðurlagaúrræði. í öllum nálægum löndum, þar sem samfélagsþjónusta hefur verið lögtekin, er það algerlega á valdi dómara að ákveða, hvort þessu úrræði verði beitt. Hér á landi hefur sú leið hins vegar verið farin að líta á samfélagsþjónustu sem lið í fullnustu refsingar með því að stjórnvald, þ.e. sérstök nefnd, skipuð af dómsmálaráðherra, ákveður eftir umsókn, hvort framkvæmdavaldinu þóknist að breyta refsivistarákvörðun dómsvalds í samfélagsþjónustu. Stjórnvaldið ógildir því refsiákvörðun dómara og ákveður önnur viðurlög. Dómari hefur hins vegar alls ekki um þetta refsiúrræði að velja. Hlýtur sú spuming að vakna, hvort þetta fyrirkomulag brjóti ekki í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar, sem kveður skýrt á um það, að dómendur fari með dómsvaldið í landi hér. 38

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.