Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 53
5. HLUTVERK ÁKÆRANDA OG VERJANDA VIÐ MEÐFERÐ OPIN-
BERS MÁLS FYRIR HÉRAÐSDÓMI
5.1 Viðvera ákæranda sem skilyrði fyrir því að máli verði lokið
5.2 Þingfesting opinbers máls
5.3 Mál sem ljúka má með viðurlagaákvörðun samkvæmt 1. mgr. 124. gr.
oml.
5.4 Mál sem ljúka má með játningardómi samkvæmt 125. gr. oml.
5.5 Mál sem sætir aðalmeðferð samkvæmt 128.-130. gr. oml.
6. FLUTNINGUR OPINBERRA MÁLA FYRIR HÆSTARÉTTI
1. INNGANGUR
Með gildistöku laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 urðu á margan
hátt grundvallarbreytingar á opinberu réttarfari hér á landi, ekki hvað síst er
varðaði fyrirkomulag ákæruvalds í landinu og meðferð opinberra mála fyrir
dómstólum. Hin nýja skipan byggir að meginstefnu til á því, sem nefnt hefur
verið ákæruréttarfar (akkusatorisk proces), en andstæðan við slíkt réttarfar er
svonefnt rannsóknarréttarfar (inkvisitorisk proces).
Með lögum nr. 19/1991, oml., var að fullu skilið á milli rannsóknar- og
ákæruvalds annars vegar og dómsvalds hins vegar og dómsrannsóknir í þeirri
mynd sem áður þekktust voru aflagðar. I þess stað er nú rætt um meðferð máls
fyrir dómi eða dómsmeðferð. Samkvæmt hinni nýju skipan er þó ekki gert ráð
fyrir því, að hér á landi ríki hreinræktað ákæruréttarfar, þar sem talið hefur
verið meðal einkenna þess að ákæranda beri engin skylda til þess að sýna hlut-
lægni í störfum sínum, fremur en verjanda. Lög nr. 19/1991 gera ráð fyrir slfkri
hlutlægnisskyldu ákæranda og auk þess má við skoðun þeirra finna fleiri merki
um leifar frá hinu foma rannsóknarréttarfari, sem hér var við líði á áram áður.
Núgildandi réttarfarsskipan má hins vegar lýsa sem ákæruréttarfari með
nokkrum einkennum rannsóknarréttarfars.
Starf og hlutverk ákæranda tók miklum breytingum með lögum nr. 19/1991 í
samræmi við breytta hugsun um meðferð opinberra mála, en hlutverk ákæranda
við meðferð sakamáls fyrir héraðsdómi var aukið mjög frá því sem verið hafði.
Réttarstaða sakbomings og málsvara hans var ennfremur bætt nokkuð með lög-
unum og hún gerð mun skýrari frá því sem verið hafði.
2. SAKSÓKN í OPINBERUM MÁLUM - MEGINVERKEFNI ÁKÆRU-
VALDSINS
Ákvörðun um saksókn í opinberum málum liggur að meginstefnu til hjá
ríkissaksóknara og lögreglustjórum, sbr. 2. mgr. 27. gr. og I. mgr. 28. gr. oml.,
sbr. 2. gr. laga nr. 38/1993. Frá þessari meginreglu er vikið ef ríkissaksóknari er
vanhæfur til meðferðar einstaks máls, en þá skal dómsmálaráðherra skipa
annan löghæfan mann til meðferðar þess máls, sbr. 1. mgr. 30. gr. oml.
47