Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Síða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Síða 55
breytinga á ákæru eftir útgáfu hennar eru einnig bundnar takmörkunum, sbr. 118. gr. oml. Það er því afar brýnt að ákærandi vandi vel til verka er ákæra er útbúin í upphafi máls. 3. FLYTJENDUR OPINBERRA MÁLA, ÁKÆRANDI OG ÁKÆRÐI EÐA SKIPAÐUR VERJANDI HANS 3.1 Ákærureglan og jafnræðisreglan Islenskur réttur byggir að meginstefnu til á hinni svonefndu ákærureglu, en reglan er talin eitt megineinkenni ákæruréttarfars. Ákærureglan gerir ráð fyrir sérstökum opinberum ákæranda (sækjanda) og sakborningi (ákærða) við flutning opinbers máls fyrir dómi, eftir atvikum verjanda ef sakborningi hefur verið skipaður verjandi. Reglan gerir einnig ráð fyrir því að opinber mál verði til lykta leidd fyrir óháðum og óhlutdrægum úrskurðaraðila, dómara.2 Hlutverk ákæranda annars vegar og ákærða og verjanda hans hins vegar við meðferð opinbers máls fyrir dómi eru skýrt aðgreind samkvæmt ákærureglunni, en dómarinn hefur sig lítt í frammi við meðferð málsins og tekur ekki afstöðu til þess fyrr en við dómsuppsögu, að lokinni sönnunarfærslu og málflutningi. Síðastnefnda atriðinu er þó ekki fylgt strangt eftir í íslenskum rétti, eins og hann birtist í lögum nr. 19/1991, því þau lög gefa dómara færi á að vera mjög ráðandi og afgerandi við meðferð sakamála fyrir dómi og gera beinlínis ráð fyrir því að dómarinn hafi sig mikið í frammi í þinghöldum, sbr. t.a.m. 59. gr. oml. Það er meginregla samkvæmt íslenskum rétti, að jafnræði skuli vera milli ákæranda og ákærða og verjanda hans við flutning máls fyrir dómi. í Hrd. 1993, bls. 69 var að því fundið, að verjanda ákærða hefði ekki verið gefinn kostur á að fá frest til að kynna sér málsgögn áður en meðferð málsins var framhaldið í héraði, en málið þótti umfangsmikið. Um þetta sagði Hæstiréttur: „Er þetta athugavert, enda ber að gæta þess vandlega, að aðilar séu sem jafnast settir fyrir dómi“. Jafnræðisreglan breytir því þó ekki, að skyldur ákæranda annars vegar og skipaðs verjanda hins vegar eru gjörólíkar og hlutverk þeirra við sjálfa málsmeðferðina mjög ólík. Jafnræðisreglan felur það hins vegar í sér, að dómara máls ber skylda til að ráðfæra sig bæði við ákæranda og verjanda er hann tekur ákvörðun um þinghöld eða önnur atriði varðandi sjálfa málsmeðferðina.3 2 Sjá Jónatan Þórmundsson, Opinbert réttaifar, 1. hefti, bls. 50. 3 f Hrd. 1984, bls. 1181 var að því fundið, að ákæra hefði verið kynnt ákærða í nauðgunar- máli og skýrsla tekin af honum og vitni yfirheyrt, án þess að ákærða væri skipaður verjandi og án þess að sækjandi væri viðstaddur, en ákærða var síðar skipaður verjandi og málið flutt. I dómi Hæstaréttar sagði: „Bar dómara að skipa verjanda, áður en málsmeðferð hófst, og hún átti sfðan að fara fram að sækjanda og veijanda viðstöddum“. í Hrd. 1982, bls. 383 fann Hæstiréttur að því að verjanda ákærðs manns hafði ekki verið tilkynnt um þinghald þar sem niðurstöður framhaldsrannsóknar, er fram hafði farið að ósk verjandans, voru kunngerðar og málið dómtekið í framhaldi af því. Að áliti Hæstaréttar bar héraðsdómara að tilkynna verjanda ákærða um þinghaldið. í Hrd. 1980, bls. 976 var fundið að því að upplýsingar, sem héraðsdómari hafði aflað símleiðis eftir dómtöku máls, höfðu hvorki verið kynntar ákærða né skipuðum verjanda hans. 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.