Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 55
breytinga á ákæru eftir útgáfu hennar eru einnig bundnar takmörkunum, sbr.
118. gr. oml. Það er því afar brýnt að ákærandi vandi vel til verka er ákæra er
útbúin í upphafi máls.
3. FLYTJENDUR OPINBERRA MÁLA, ÁKÆRANDI OG ÁKÆRÐI
EÐA SKIPAÐUR VERJANDI HANS
3.1 Ákærureglan og jafnræðisreglan
Islenskur réttur byggir að meginstefnu til á hinni svonefndu ákærureglu, en
reglan er talin eitt megineinkenni ákæruréttarfars. Ákærureglan gerir ráð fyrir
sérstökum opinberum ákæranda (sækjanda) og sakborningi (ákærða) við
flutning opinbers máls fyrir dómi, eftir atvikum verjanda ef sakborningi hefur
verið skipaður verjandi. Reglan gerir einnig ráð fyrir því að opinber mál verði
til lykta leidd fyrir óháðum og óhlutdrægum úrskurðaraðila, dómara.2
Hlutverk ákæranda annars vegar og ákærða og verjanda hans hins vegar við
meðferð opinbers máls fyrir dómi eru skýrt aðgreind samkvæmt ákærureglunni,
en dómarinn hefur sig lítt í frammi við meðferð málsins og tekur ekki afstöðu
til þess fyrr en við dómsuppsögu, að lokinni sönnunarfærslu og málflutningi.
Síðastnefnda atriðinu er þó ekki fylgt strangt eftir í íslenskum rétti, eins og hann
birtist í lögum nr. 19/1991, því þau lög gefa dómara færi á að vera mjög ráðandi
og afgerandi við meðferð sakamála fyrir dómi og gera beinlínis ráð fyrir því að
dómarinn hafi sig mikið í frammi í þinghöldum, sbr. t.a.m. 59. gr. oml.
Það er meginregla samkvæmt íslenskum rétti, að jafnræði skuli vera milli
ákæranda og ákærða og verjanda hans við flutning máls fyrir dómi.
í Hrd. 1993, bls. 69 var að því fundið, að verjanda ákærða hefði ekki verið gefinn kostur
á að fá frest til að kynna sér málsgögn áður en meðferð málsins var framhaldið í héraði,
en málið þótti umfangsmikið. Um þetta sagði Hæstiréttur: „Er þetta athugavert, enda
ber að gæta þess vandlega, að aðilar séu sem jafnast settir fyrir dómi“.
Jafnræðisreglan breytir því þó ekki, að skyldur ákæranda annars vegar og skipaðs
verjanda hins vegar eru gjörólíkar og hlutverk þeirra við sjálfa málsmeðferðina mjög
ólík. Jafnræðisreglan felur það hins vegar í sér, að dómara máls ber skylda til að ráðfæra
sig bæði við ákæranda og verjanda er hann tekur ákvörðun um þinghöld eða önnur atriði
varðandi sjálfa málsmeðferðina.3
2 Sjá Jónatan Þórmundsson, Opinbert réttaifar, 1. hefti, bls. 50.
3 f Hrd. 1984, bls. 1181 var að því fundið, að ákæra hefði verið kynnt ákærða í nauðgunar-
máli og skýrsla tekin af honum og vitni yfirheyrt, án þess að ákærða væri skipaður verjandi
og án þess að sækjandi væri viðstaddur, en ákærða var síðar skipaður verjandi og málið flutt.
I dómi Hæstaréttar sagði: „Bar dómara að skipa verjanda, áður en málsmeðferð hófst, og hún
átti sfðan að fara fram að sækjanda og veijanda viðstöddum“. í Hrd. 1982, bls. 383 fann
Hæstiréttur að því að verjanda ákærðs manns hafði ekki verið tilkynnt um þinghald þar sem
niðurstöður framhaldsrannsóknar, er fram hafði farið að ósk verjandans, voru kunngerðar og
málið dómtekið í framhaldi af því. Að áliti Hæstaréttar bar héraðsdómara að tilkynna verjanda
ákærða um þinghaldið. í Hrd. 1980, bls. 976 var fundið að því að upplýsingar, sem
héraðsdómari hafði aflað símleiðis eftir dómtöku máls, höfðu hvorki verið kynntar ákærða né
skipuðum verjanda hans.
49